Skírnir - 01.01.1967, Qupperneq 53
Skímir Islenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans
51
er fjallað um eiginnöfn. Eru þar miklu fyllri og greinilegri
ákvæði en í lögunum frá 1925. Eitt atriði virðist þar þó hafa
orðið nokkurt deiluefni meðal nefndarmanna. 1 2. gr. segir:
„Eiginnafn skal vera íslenzkt og rétt að lögum íslenzkrar
tungu.“ Einn nefndarmanna, Þorsteinn Þorsteinsson, taldi hér
of langt gengið, þótt hann að vísu teldi það rétta stefnu, að
eiginnöfn væru þannig löguð, að þau færu sem bezt í málinu.
Taldi nefndarmaður þó, að hér væri gengið of nærri frelsi
manna til þess að velja börnum sínum nöfn. Vildi hann, að
setningin yrði þannig orðuð: „Miða skal að því, að eiginnöfn
séu með íslenzkum svip og særi ekki málsmekk almennings.“
Satt að segja er hér ekki mikill munur á. Báðar setningarnar
eru óljósar. Hvað merkir það, að nafn sé íslenzkt? Ég hygg,
að erfitt sé úr því að skera í sumum tilvikum nema með nán-
ari skilgreiningu. Þegar á landnámsöld voru notuð hér nöfn,
sem ekki voru af norrænum eða jafnvel ekki af germönskum
rótum runnin. Ætti þessi grein að skjóta loku fyrir, að erlend
nöfn, hversu lengi sem þau hafa tíðkazt í málinu, yrðu not-
uð? Ef ekki, hvar á að setja mörkin. 1 annan stað, hvað eru
„lög islenzkrar tungu“. I málvísindum er stundum notað orð-
ið „lög“, þó oftar „lögmál“, og er þá átt við fastskorðaða reglu,
sem þróun málsins hefir fylgt. Um „lög“ eða „lögmál“ nú-
tímamáls er ekki talað. Þá er notað orðið ,kerfi“, t. d. hljóð-
kerfi, heygingakerfi o. s. frv. Og sennilega er það þetta, sem
við er átt í greininni, þ. e. að ekki megi nota nöfn, sem cru
i ósamræmi við íslenzkt málkerfi, þ. e. hafi að geyma hljóð
eða hljóðasambönd, sem ekki séu til í málinu, taki ckki ís-
lenzkum beygingum eða séu annarleg að myndunarhætti
miðað við íslenzk nöfn. Ekki er orðalagið „málsmekkur al-
mennings“ skýrara. Hver er kominn til að segja, hvað særir
hann og hvað ekki? Eða er nokkuð til, sem kalla mætti „mál-
smekk almennings“, annað en það, sem er í samræmi við það
málkerfi, sem almenningur er alinn upp við. Ég hygg því, að
hér hafi ekki verið um raunverulegan skoðanamun að ræða.
Hins vegar virðist mér hvorugur nefndarhlutinn hafa orðað
skýrlega það ákvæði, sem hann vildi um þetta hafa. Hitt er
svo annað mál, sem hér skal ekki rætt, hvort rétt er að hafa