Skírnir - 01.01.1967, Page 104
102
Páll Kolka
Skímir
unnar á móti afkomendum Holta á Holtastöðum og Skíðung-
um á Skagaströnd.
Einhvern tíma nálægt 960 fluttist Skeggi, sem þá var orð-
inn aldurhniginn, suður í Borgarfjörð, en þangað var áður
kominn Eiður, sonur hans, sem bjó að Ási í Hálsasveit til
hárrar elli, því að hann lifði fram yfir Heiðarvíg 1014. Ólík-
legt er, að hann eða næstu niðjar hans hafi sleppt með öllu
mannaforráðum hans í Húnavatnsþingi, því að bæði var Eið-
ur hinn mesti höfðingi og lögvitur, en einnig tengdur vold-
ugum ættum. Taldir eru fjórir synir hans, en þrír þeirra
voru vegnir, þar af tveir í Heiðarvígum, og stillti hann þó
til friðar með Húnvetningum og Borgfirðingum, enda vanda-
bundinn báðum. Ætt er rakin frá einum syni hans, og ekki
er sjáanlegt neitt samband milli hans og Æverlinga, né milli
Kolls, bróður Eiðs, og þeirra.
Miðfjarðar-Skeggi hafði átt tvær dætur, sem um er getið,
og var Hróðný gift Þórði gelli, einum mikilsvirtasta og vitr-
asta höfðingja sinnar samtíðar. Arnóra, dóttir þeirra, var gift
Þórgesti Steinssyni á Breiðabólstað á Skógarströnd og voru
synir þeirra Steinn, Ásmundur, Hafliði og Þórhaddur. Tveir
þeirra féllu í viðureign við Eirík rauða. Um Ásmund er það
vitað, að hann var kvæntur Helgu Þorláksdóttur, systur Stein-
þórs á Eyri, en Steinn fór með lögsögn 1031—1033.
Önnur dóttir Þórðar gellis var Amleif, sem var gift Ásláki
Þorbergssyni í Langadal, en dóttir Illuga ramma, sonar þeirra,
var Guðríður, gift fyrst Bergþóri Þormóðssyni á Bakka, Þor-
lákssonar á Eyri. Hann mun vera fæddur um 1000 og hafa
borið nafn Bergþórs föðurbróður síns, sem féll í bardaganum
á Vigrafirði 997. önnur dóttir Illuga ramma var Amleif, sem
gift var Kolli, syni Þórðar blígs, Þorlákssonar á Eyri.
Á þessu má sjá tengdirnar milli Eyrbyggja og Þórgestlinga,
en einnig það, hvernig þær ættir blönduðust afkomendum
Þórðar gellis og Hróðnýjar, dóttur Miðfjarðar-Skeggja. Það
stingur og í augu, að í þessum snæfellska ættbálki eru a. m. k.
þrjú nöfn, sem eru fátíð í öðrum höfðingjaættum á landnáms-
öld og söguöld, en verða ættföst meðal niðja Más Húnröðar-