Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 135

Skírnir - 01.01.1967, Page 135
Skírnir Árið 1000 133 árið 998. En með því að halda sig við árið 1030, sem kemur heim við hina upprunalegu tímasetningu Theodricusar á falli Ölafs helga, eins og hér hefur verið skýrt frá, verður niður- staðan sú, að Ólafur Tryggvason hafi fallið árið 999. Samkvæmt Islendingabók féll Ólafur Tryggvason sama sumar og kristni var lögtekin á Alþingi Tslendinga. Ártalið, sem Ari tilfærir í þessu sambandi, vísar berum orðum til falls Ólafs Tryggvasonar, þar sem kristnitakan er einungis tíma- sett afstætt við þann atburð. I Islendingabók eru þrír atburðir tímasettir miðað við kristnitökuna, óháðir timasetningunni á falli Ólafs Tryggvasonar. Sá fyrsti þeirra varðar byggð Græn- lands, en um hana ritar Ari: „En þat var, er hann (þ. e. Ei- ríkur rauði) tók at byggva landit, XIIII vetrum eða XV fyrr en kristni kæmi hér á Islandi, at því er sá taldi fyr Þorkeli Gellissyni á Grænlandi, er sjálfr fylgði Eiríki inum rauða út.“ Annar atburðurinn, sem tímasettur er afstætt við kristnitök- una, er ákvörðunin um breyttan setningartíma Alþingis. Um þetta segir Ari, að sumarið fyrir kristnitökuna hafi það verið mælt í lögum, að menn skyldu koma til Alþingis, er 10 vikur væru af sumri, en þangað til komu þeir viku fyrr. Þar sem hvorugur þessara atburða er tímasettur á öðrum stað í Is- lendingabók en í sambandi við kristnitökuna, staðfesta þeir engan veginn tímaákvörðun hennar. Þriðja tímasetning Is- lendingabókar, sem miðuð er við kristnitökuna, snertir aldur Ilalls Þórarinssonar. Þegar Ari segir frá Halli fóstra sínum, getur hann þess, að kristniboðinn Þangbrandur hafi skírt Hall þrevetran og skírn- in hafi átt sér stað vetri fyrr en kristni var lögtekin á Alþingi. Sem viðmiðun til ákvörðunar þeim tíma, er Hallur var þre- vetra, má nota árið 1080, sem er dánarár ísleifs biskups. I Islendingabók segir, að Isleifur Gissurarson Skálholtsbiskup andaðist á drottinsdegi sex nóttum eftir hátíð þeirra Péturs og Páls, 80 vetrum eftir fall Ólafs Tryggvasonar. Miðað við ártalið 1000, sem tilgreint er fyrr í lslendingabók sem árið, þegar Ólafur konungur féll, verður árið 1080 dánarár Isleifs biskups. Þetta ártal má sannreyna, vegna þess að íslendinga- bók tilfærir bæði vikudag og dagsetningu, er biskup andaðist.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.