Skírnir - 01.01.1967, Síða 135
Skírnir
Árið 1000
133
árið 998. En með því að halda sig við árið 1030, sem kemur
heim við hina upprunalegu tímasetningu Theodricusar á falli
Ölafs helga, eins og hér hefur verið skýrt frá, verður niður-
staðan sú, að Ólafur Tryggvason hafi fallið árið 999.
Samkvæmt Islendingabók féll Ólafur Tryggvason sama
sumar og kristni var lögtekin á Alþingi Tslendinga. Ártalið,
sem Ari tilfærir í þessu sambandi, vísar berum orðum til falls
Ólafs Tryggvasonar, þar sem kristnitakan er einungis tíma-
sett afstætt við þann atburð. I Islendingabók eru þrír atburðir
tímasettir miðað við kristnitökuna, óháðir timasetningunni á
falli Ólafs Tryggvasonar. Sá fyrsti þeirra varðar byggð Græn-
lands, en um hana ritar Ari: „En þat var, er hann (þ. e. Ei-
ríkur rauði) tók at byggva landit, XIIII vetrum eða XV fyrr
en kristni kæmi hér á Islandi, at því er sá taldi fyr Þorkeli
Gellissyni á Grænlandi, er sjálfr fylgði Eiríki inum rauða út.“
Annar atburðurinn, sem tímasettur er afstætt við kristnitök-
una, er ákvörðunin um breyttan setningartíma Alþingis. Um
þetta segir Ari, að sumarið fyrir kristnitökuna hafi það verið
mælt í lögum, að menn skyldu koma til Alþingis, er 10 vikur
væru af sumri, en þangað til komu þeir viku fyrr. Þar sem
hvorugur þessara atburða er tímasettur á öðrum stað í Is-
lendingabók en í sambandi við kristnitökuna, staðfesta þeir
engan veginn tímaákvörðun hennar. Þriðja tímasetning Is-
lendingabókar, sem miðuð er við kristnitökuna, snertir aldur
Ilalls Þórarinssonar.
Þegar Ari segir frá Halli fóstra sínum, getur hann þess, að
kristniboðinn Þangbrandur hafi skírt Hall þrevetran og skírn-
in hafi átt sér stað vetri fyrr en kristni var lögtekin á Alþingi.
Sem viðmiðun til ákvörðunar þeim tíma, er Hallur var þre-
vetra, má nota árið 1080, sem er dánarár ísleifs biskups. I
Islendingabók segir, að Isleifur Gissurarson Skálholtsbiskup
andaðist á drottinsdegi sex nóttum eftir hátíð þeirra Péturs
og Páls, 80 vetrum eftir fall Ólafs Tryggvasonar. Miðað við
ártalið 1000, sem tilgreint er fyrr í lslendingabók sem árið,
þegar Ólafur konungur féll, verður árið 1080 dánarár Isleifs
biskups. Þetta ártal má sannreyna, vegna þess að íslendinga-
bók tilfærir bæði vikudag og dagsetningu, er biskup andaðist.