Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 17
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
15
vörður þess 1943. Árið 1940 virðist hann hafa byrjað að yrkja
þau ljóð, sem síðar komu út í Kvœðum (2. útgáfu ljóða sinna nefn-
ir hann Kvœði 1940-1952). Áður en Kvœði kom út birti hann nokk-
ur ljóð úr bókinni í tímaritum.1
Fyrsta Ijóðabók Snorra, Kvæði, kom út nokkrum dögum fyrir
jól 1944. Var hún prentuð í fremur litlu upplagi og virðist hafa
vakið dræma athygli, ef marka má fæð ritdóma. Lofsamlegastan
dóm ritaði Andrés Björnsson í Tímarit Máls og menningar. Hann
segir m. a.:
„Tómlæti skáldsins um að velja kunnugleg yrkisefni getur
valdið því, að menn reki ekki augun í tilgang þeirra og þeim
detti í hug orðtækið: „Listin fyrir listina“, en sú stefna á nú
ekki upp á pallborðið hjá almenningi, en sannleikurinn mun
vera sá að þetta skáld yrkir fyrst og fremst af fagurrænni
(æsthetiskri) nautn. Hann ber virðingu fyrir skáldskapnum,
fágar kvæði sín af stakri kostgæfni og leggur mikla alúð við
orðfæri og stíl, enda eru margar lýsingar hans mjög leiftr-
andi og gagnsæjar. Brugðið er upp skýrum og drátthreinum
myndum með miklum næmleik og innlifun“.
Guðmundur G. Hagalín minntist á bókina í Jörð, og þykja honum
að sönnu dável kveðin, en óttast, að þau séu lítt aðgengileg almenn-
ingi. Hann segir m. a.:
„Hann (Snorri) er mikill njótandi fagurra lista og hefðar-
legs skarts, og gætir öllu meira í kvæðunum fegurðartilbeiðslu,
en djúprar tilfinningar, en aldrei er hann ósmekklegur eða
þannig, að teflt sé á tæpasta vað um orðaval“.
Síðan víkur Hagalín að forminu og finnur að því, að það sé hvergi
nærri nógu hefðbundið: í mörgum ljóðanna munu að hans dómi
„einungis þeir, sem næmastir eru, gera mun á þeim ljóðum
hans og hinum órímaða kveðskap. Og það hygg ég, að hann,
eins og fleiri, verði að hverfa til þeirra forma, sem ein eiga
endurhljóm í íslenzkum hjörtum“.
1 Þrjú kvæði (Á heiðinni, Þjófadalir, Vef hlýjum heiSum örmum) komu í
Tímariti Máls og Menningar 1943, og sama ár komu tvær sonnettur (Hvítir
vængir, HaustiS er komiS) í SunnudagsblaSi Vísis. Tvö kvæði (Jónas Hall-
grímsson, Að kvöldi) birtust í Helgafelli 1944, og sama ár birtist / Úlfdölum
í Tímariti Máls og menningar.