Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 160
158
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
svo og vöruverS, m. ö. o. var leitazt við að fara svonefnda verðhjöðnunarleið.
Telur Stefán, að með stofnun Fjárhagsráðs hafi verið „gerð skynsamleg og
virðingarverð tilraun til þess að koma á þjóðarbúskap með nokkru áætlunar-
sniði“. (II, bls. 32).
Merkustu atburðir gerðust þó á sviði utanríkismála, en undir þessari stjóm
gerðust íslendingar aðiljar að Marshall-áætluninni 1913 og Atlantshafsbanda-
laginu 1949. í bók sinni birtir Stefán Jóhann kafla úr bréfum, sem fóm milli
hans og ýmissa ráðamanna á Norðurlöndum, áður en Atlantshafsbandalagið
var stofnað. Eru bréf þessi merkar heimildir um aðdragandann að stofnun þess.
Stefán Jóhann dregur enga dul á þá örðugleika, sem hann átti við að etja.
M. a. var mikill andblástur gegn honum í eigin flokki, og voru þar helztir odd-
vitar þeir Hannibal Valdimarsson, Jón Blöndal hagfræðingur og Gylfi Þ. Gísla-
son. í mörgum greinum voru þeir á öndverðum meiði við Stefán Jóhann og
meiri hluta flokksins. í utanríkismálum fylgdu þeir hlutleysisstefnu, m. a.
greiddu bæði Hannibal og Gylfi atkvæði gegn inngöngu íslands í Atlantshafs-
bandalagið og vom í Þjóðvamarfélaginu, sem var undanfari Þjóðvarnarflokks-
ins. í innanlandsmálum vom þeir formælendur „vinstri“ stefnu, sem einkum
virðist hafa miðað að því að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá stjórnarþátttöku og
koma í þess stað á fót „vinstri“ stjórn.
Þessum átökum lýsir Stefán í tveimur köflum, sem nefnast Andstaða innan
og utan og BrotiS blað.
Nú var Stefán Jóhann eindreginn andstæðingur alls samstarfs við Sósíalista-
flokkinn. Má glögglega ráða af frásögn hans, að þeir forystumenn Alþýðu-
flokksins, Framsóknarflokksins og Sósíalistaflokksins, sem vildu, að mynduð
yrði stjórn þessara flokka — vinstri stjórn — hafi talið nauðsynlegt, að annar
veldist til formennsku í flokknum, sbr. II, bls. 95-96. Telur hann, að andstæð-
ingar Alþýðuflokksins hafi um þessar mundir haft ótrúlega mikil áhrif langt
inn í raðir hans, jafnvel úrslitaáhrif á formannskj örið 1952, er hann náði ekki
kosningu, en Hannibal Valdimarsson var kosinn. M. a. álítur Stefán, að hér
hafi einkum verið að verki „vissir forystumenn Framsóknarflokksins". (II, bls.
96). Hann nefnir að vísu engin nöfn og hefði þó gjaman mátt gera það, en
mér virðist raunar auðsætt af frásögn hans af stjórnarmynduninni 1947, sbr.
II, bls. 17, að einn þessara forystumanna hafi verið Hermann Jónasson.
Athyglisvert er hér, að Stefán sakar andstæðinga sína í Alþýðuflokknum um
að láta forvígismenn annarra flokka hafa óeðlileg áhrif á sig — eða nákvæm-
lega það sama, sem Héðinn Valdimarsson hafði áður ásakað Stefán fyrir.
Formannsskiptin höfðu leynt og lengi verið undirbúin, og loks var látið til
skarar skríða á flokksþinginu 1952 eins og áður segir. Er lýsing Stefáns á þing-
inu með miklum ágætum, sbr. II, bls. 88 o. áfr. Jafnframt þessu var Stefáni
vikið frá framboði til Alþingis, og eftir það er hann áhrifalítill innan flokksins.
Hann kveðst hafa verið andvígur bæði kosningabandalaginu við Framsóknar-
flokkinn 1956, sem kallað hefur verið Hræðslubandalagið og vinstri stjóminni,
sem mynduð var eftir kosningamar það ár, en fékk þó ekki rönd við reist.