Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 37
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
35
áf j átt og létt sem örsmár hreiðurvængur
ófleygur, knúður þrá.
svífa svanir þínir
með söng í rétta átt.
í morgun þegar sól af f j allsbrún flaug
og felldi úr rauðum vængjum gullinn dún
Flughamrabratt og rökkurdimmurautt
Það er vel til fundið, að á hinni fallegu kápumynd Ásgríms
Jónssonar utan á Kvœðurn gefur að líta fjóra svani að hefja sig
til flugs. Vængir þeirra ríkja yfir myndinni. Á svipaðan hátt ríkja
vængirnir yfir kvæðum þessarar bókar, þeir eru sú allsherj artákn-
mynd, sem skáldið finnur draumum sínum og þrá; þeir eru tákn
alls þess, sem hafið er yfir hversdagsleikann, þess raunveruleika
handan raunveruleikans, sem skáldið þráir.
V.
Það, sem sagt hefur verið hér að framan um ríkjandi stef og
myndir í Kvœðum, á við meiri hlutann af Ijóðum bókarinnar. Nokk-
ur þeirra eru þó undanskilin, sum vegna þess að áðurnefndar klif-
hugmyndir finnast þar ekki (Jónas Hallgrímsson, Haustið er kom-
ið, Þjófadalir, Sumarnótt, Enn er brosið þitt rjótt), önnur vegna
þess að þau eru að vissu leyti afneitun þess viðhorfs, sem fram
kemur í meginþorra kvæðanna. Hér er fyrst og fremst um að ræða
ljóðin Að kvöldi og Það kallar þrá. (Hér má einnig flokkast ljóðið
Vaknaðu, en það er miklum mun lítilvægara en hin tvö).
Það, sem einkennir framangreint viðhorf, er hversu persónulegt
það er. Manni gæti virzt skáldið einn í heiminum. Það, sem skiptir
máli, er hið innra líf, ekki það sem gerist umhverfis, ekki þjóðfé-
lagið. Þetta skaut nokkuð skökku við á þeim tíma, er bókin kom
út, þá er hæst stóð heimsstyrj öld og hugar allra voru meira eða
minna fangnir af þeim hildarleik. Andrés Björnsson segir í ritdómi
sinum: