Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 73
SKÍRNIR
ÁTRÚNAÐUR HRAFNKELS FREYSGOÐA
71
Trúarhvörf Hrafnkels eru því auðsæilega ekki komin úr „arfsögn-
um fornum“ og að þessu leyti er Hrafnkels saga gagnslaus heimild
um heiðinn sið. En hvernig er málum háttað um önnur atriði í á-
trúnaði Hrafnkels: Freysdýrkun hans, Freyfaxa, heitstrengingu,
goðahús, goðalíkneski? Er hugsanlegt, að hann hafi þekkt „arfsagn-
ir“ um Freysdýrkun og hestsdýrkun Hrafnkels og fært þær síðan
samvizkusamlega í letur? Sumir fræðimenn hika ekki við að leggja
trúnað á frásögnina af Freysdýrkun Hrafnkels. Þannig staðhæfir
E. 0. G. Turville-Petre til að mynda, að samanburðarrannsóknir
sýni, að höfundur Hrafnkels sögu styðjist við öruggar heimildir,
hvort sem þær hafi verið ritaðar (og þá glataðar nú), kvæði eða
sundurleitar arfsagnir.3 Síðar í riti sínu slær Turville-Petre þó þann
varnagla, að vafasamt sé um átrúnað Hrafnkels sjálfs, en hins veg-
ar geymi sagan forn minni; nefnir hann þar sérstaklega sögnina um
Freyfaxa.4 Allt um það, þá er næsta erfitt að festa hendur á arf-
sögnum og öðrum heimildum, sem Turville-Petre telur höfundinn
hafa notað. Sennilegt má telja, að fyrir höfundi hafi vakað að sér-
kenna Hrafnkel með tilteknu goði í því skyni að ljá sögunni forn-
eskjublæ. En höfundur lét sér ekki nægja að nefna Frey einan, held-
ur tínir hann fram Freyfaxa, Freyfaxahamar og viðurnefnið Freys-
goði. Það sem segir í Hrafnkels sögu af Freysdýrkun gat höfundur
hafa ályktað af ritum sem enn eru til.
Hrafnkell Freysgoði er ekki eini fornkappinn, sem frægur hefur
orðið af sinnaskiptum sínum. Fyrir allmörgum árum ritaði Sigurð-
ur Nordal grein, þar sem hann rökstuddi þá kenningu, að Egill
hefði alizt upp við Þórs-dýrkun heima á Borg, en svo kynnzt Óðni
í útlöndum og dýrkað hann síðan. Veldur þetta að hyggju Nordals
trúarhvörfum í lífi hans.5 Borgfirzkur bóndasonur lætur víkinga og
aðra fína menn snúa sér frá átrúnaði feðranna og taka upp trú út-
lendra höfðingja. Og svipað á að hafa gerzt um Víga-GIúm, sem elst
upp við Freysdýrkun í Eyjafirði, fer svo til Noregs, þar sem upp-
gjafavíkingurinn afi hans, Vigfús á Vörs, snýr honum til Óðins-trú-
ar.c Snemma byrjuðu Norðmenn að reka heimatrúboð og rugla
landann í ríminu! Allar þessar kenningar tun trúarhvörf manna í
heiðni eru að mestu leyti hugarburður; draumar og óskhyggja
manna, sem vilja beita fornsögunum í því skyni að fylla þau skörð í
þekkingu vorri á heiðnum sið, sem aldrei verða fyllt. Goðafræði