Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 98
96
LUDWIG WITTGENSTEIN
SKÍRNIR
rétt afleiðing slíkrar staðhæfingar. Leyfið mér að skýra þetta nán-
ar. Segjum að einhver yðar væri alvitur og vissi allar hreyfingar
allra heimsins hluta, lifandi og dauðra, og hann þekkti enn fremur
sérhvert hugarástand hvers einasta manns sem uppi hefur verið. Og
segjum að þessi alvitringur skrásetti allt sem hann vissi í stóra
bók. Sú bók hefði að geyma fullkomna lýsingu veraldarinnar. Og það
sem ég vil halda fram um þessa bók er að í henni yrði alls engan
siðferðilegan dóm að finna né neina þá staðhæfingu sem draga
mætti rökrétta ályktun af um gott og illt, rétt og rangt. I bókinni
yrðu auðvitað allir skilorðsbundnir siðadómar og allar sannar stað-
hæfingar vísindanna - í rauninni yrðu þar öll sannindi og ekkert
nema sannindi. En allar þær staðreyndir sem bókin lýsti stæðu hver
annarri j afnfætis ef svo má að orði komast. Rétt eins og allar stað-
hæfingar um staðreyndir standa hver annarri jafnfætis. Engar slíkar
staðhæfingar eru í neinum skilyrðislausum skilningi óviðjafnanleg-
ar, mikilvægar eða marklausar.
Nú munu ef til vill einhverjir yðar fallast á allt þetta og minnast
orða Hamlets: „there is nothing either good or bad, but thinking
makes it so“. En þessi orð gætu auðveldlega leitt til misskilnings.
Hamlet virðist segja með þessum orðum að enda þótt gott og illt
séu ekki einkenni umheimsins, staðreyndanna, þá séu þau einkenni
hugarástands mannsins. En það sem ég á við er að hugarástand, að
svo miklu leyti sem það er eins og hver önnur staðreynd sem unnt er
að lýsa, getur hvorki verið gott né illt í siðferðilegum skilningi. Ef
við læsum til dæmis í veraldarbókinni lýsingu á morði í öllum smá-
atriðum, lífeðlisfræðilegum og sálfræðilegum, þá fyndum við hvergi
í þessari lýsingu neina fullyrðingu sem unnt væri að nefna siðferði-
lega. Morðið stæði frá því sjónarmiði nákvæmlega jafnfætis hverju
öðru atviki - til dæmis því er steinn fellur til jarðar. Auðvitað gæti
lestur þessarar lýsingar valdið okkur sársauka eða reiði eða hvaða
tilfinningu annarri sem er. Eða þá við læsum um sársauka eða reiði
sem morðið olli öðru fólki sem frétti um það. En allt eru þetta stað-
reyndir, staðreyndir og aftur staðreyndir. Hér er alls enga siðfræði
að finna.
Ég hlýt nú að segja frá því að ef ég velti því fyrir mér hvernig
sú fræðigrein hlyti að vera sem ætti nafnið ,siðfræði‘ skilið þá
kemst ég óhj ákvæmilega að einni og sömu niðurstöðu sem mér virð-