Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 170

Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 170
168 RITDÓMAR SKÍRNIR mundur Kjartansson verið afkastamestur nýyrðasmiður núlifandi jarðfræð- inga, enda þeirra vandlátastur um málfar, en fleiri eiga þama að sjálfsögðu nýyrði, þ. á. m. höfundur sjálfur. Að mínu áliti mætti gera meira af því en gert er í þessari bók að notfæra sér orð, sem fyrir eru í málinu sem ömefni, í stað þess að smíða nýyrði. Ég hefi einhvern tíma bent á, að óþarfi hafi verið að búa til nýyrðið óshólmar — það mun hafa verið Karl Finnbogason sem það gerði — þar sem við eigum í málinu ömefnið Landeyjar um sama fyrir- bæri. Þá sprengigíga, venjulega með vatni á botni, sem erlendir nefna þýzka heitinu Maar, nefnir Þorleifur aðeins sprengigíga. Því ekki að nota örnefnið Ker, úr því að hann notar, eins og ég hefi áður gert, ömefnið Askja um það sem erlendir nefna Caldera? Og er ekki hverfjall nógu gott heiti á þeirri gerð eldfjalla, sem Hverfjall í Mývatnssveit er frægast dæmi um, þ. e. eldfjöll, sem eru einn gígur niður að rótum? Hver lifir enn í þingeyskunni í fomu merkingunni skál eða gígur. En slíkar eldstöðvar nefnir höfundur öskugíga, sem er að mínu viti óheppilegt, þar eð höfundur hefur áður skilgreint gosösku sem „smágerðasta dustið, sem kemur upp í eldgosum“, en því fer fjarri, að hverfjöllin séu hlaðin upp einvörðungu úr slíku dusti. En gott samnefni á lausum gosefnum eigum við, því miður, enn ekki á íslenzku. Efnisskipan bókar Þorleifs er svipuð og í jarðfræði Guðmundar G. Bárðar- sonar. Eftir stuttan inngangskafla um jörðina, stærð hennar og gerð, er kafli um steinafræði, skrifaður með sérstöku tilliti til íslenzkra steintegunda. Þá kemur allítarleg lýsing á þremur síðustu eldgosum hérlendis og hefði að ó- sekju mátt vera styttri, en einhverjum erlendum eldgosum lýst, svo sem til sam- anburðar og til að minna á, að víðar eru eldfjöll en á íslandi. Sjálfri sér nóg einangrunarstefna er jafn hættuleg íslenzkri jarðfræði og íslenzkum fræðum yfirleitt. En vissulega voru þessi þrjú gos mjög lærdómsrík og ólík hvert öðru og höfundur fylgdist vel með tveimur þeirra. Sá kafli um bergfræði, sem á eftir fer, er greinargóður, og sama er að segja um kaflana um jarðhita og jarðskjálfta. Ég hefði þó kosið, að nánari grein hefði verið gerð fyrir skýr- ingum á Geysisgosum, og einkum skýringu Trausta Einarssonar. Kaflinn um jarðskorpuhreyfingar ætti bezt heima í beinu framhaldi af jarðskjálftakaflan- um. Hlutur landmótunarfræðinnar í bókinni er að minni hyggju helzti rýr og hefði ég viljað hafa nokkru ítarlegri kafla um veðrun, frerafyrirbæri, vatns- rof, vindrof og jökla. Landmótun á Islandi er öll svo áberandi, að hún blasir við augum allra er ferðast um landið og vekur því margar spumingar með vökulum vegfarendum. í kaflanum Jarðsaga virðist mér höfundi hafa tekizt mjög vel að þjappa saman miklu efni án þess að það verði tyrfið aflestrar. Síðustu 80 bls. eru helgaðar jarðfræði íslands. Er að þessum hluta bókar- innar mestur fengur og mest nýjabragð að honum. Höfundur setur þar fram einkar ljóst og aðgengilega niðurstöður af rannsóknum síðustu áratuga, en þar hefur hann sjálfur lagt ýmislegt veigamikið af mörkum, einkum á sviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.