Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 141
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR VIÐ RITDÓM
139
Þá finnur Gylfi bók minni það til foráttu, að efnisskráin er aft-
ast, þykir það „hvimleitt“ og sér engin rök, sem mæla með því að
hafa hana þar. Síður en svo amast ég við því, að efnisskrá bóka
sé höfð fremst, en tel hvorki til lýta né óhagræðis, þótt hún sé
aftast. En svo fróðum og vandfýsnum manni sem Gylfi gefur í skyn
að hann sé um útlit bóka, ætti að vera kunnugt um, að þetta er
hreint venjuatriði, prýðir hvorki bækur né lýtir, né er til neinna ó-
þæginda við notkun þeirra. í engilsaxneskum löndum er venja að
hafa efnisskrána fremst, í frakkneskum fræðibókum er hún oftast
aftast, í íslenzkum fræðibókum hefur til þessa verið algengara að
hafa hana aftast, í dönskum fræðibókum er hún ýmist aftast eða
fremst, svo að dæmi séu nefnd. Efnisskrá er t. d. aftast í hinni
fallegu útgáfu bókar Sigurðar Nordals um íslenzka menningu, og
hef ég engan heyrt telja það útliti bókarinnar til lýta.
Þá skal vikið að nokkrum efnisatriðum. Þykir Gylfa ég verja
miklu rúmi til þess að gera grein fyrir mikilvægi sjálfsskoðunar
og gera óþarflega mikið úr gildi hennar fyrir sálarfræðina. Ég
fjalla um sjálfsskoðun á 2)4 blaðsíðu. Á 6 blaðsíðum er gerð grein
fyrir atferðisathugunum, og af þeim fjalla raunar 2-3 síður um
samhand þessara tveggja aðferða, svo að ég fæ ekki séð, að ég
ætli þessu mikilvæga efni of mikið rúm. Ég skýrgreini sálarfræði
„vísindagrein, sem fæst við rannsóknir á sálrænni reynslu og ein-
staklingsatferði og hópatferði manna og dýra, sem sprottið er af
sálrænum hvötum, öflum eða áformum“. Af þessum skilningi mín-
um á viðfangsefnum sálarfræðinnar leiðir, að ég verð að gera
nokkra grein fyrir sjálfsskoðun. Fjölmargir sálfræðingar skýrgreina
viðfangsefni sálarfræðinnar á svipaðan veg. H. Schjelderup skýr-
greinir „den empiriske psykologiens oppgave som utforskningen av
de levende veseners opplevelser og atferd (Innfpring i psykologi,
1957, bls. 13). í nýútkominni bók, Experience and Behaviour,
1968, afmarkar hinn kunni höfundur, Peter McKellar, svið sálar-
fræðinnar á þessa lund: „Human psychology deals with experience
and behaviour. By experience is meant the internal aspects of mental
life that we learn about through man’s ability to reflect upon his
thoughts, perceptions, emotions and motives, and to communicate
these introspections. By behaviour is meant the externally observ-