Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 181
SKIRNIR
RITDOMAR
179
spegil ber að minni hyggju af þeim öllum. Þetta er táknræn saga sem birtir
fullkomlega þá innilokun og einangrun frá tilverunni sem húskomplexinn leið-
ir til. Hjón hafa reist hiS fullkomna hús og til aS nýta þá staSreynd til fulls
ætlar húsfreyjan að fleygja lyklinum. Hér er allt sem hún þarf, heimurinn
utan hússins kemur henni ekki viS. En því miSur reynist spegillinn í forstof-
unni of lítill og hún fer aS skila honum. SíSan kemur lýsing á strætisvagns-
ferS konunnar þar sem hún baslar meS spegilinn og sér tilveruna alla öfuga í
speglinum. Hún rammvillist og loks ekur lögreglan henni heim og þá þarf
aS brjóta upp útidyrahurSina. Þar meS er gefin von um aS einangrunin rofni,
en konan finnur sér til skelfingar aS háls hennar hefur dregizt saman og hún
getur hvorki hreyft höfuSiS til hægri né vinstri.
ÞaS er sennilega ekki heldur nein tilviljun að þessi bók er rituð af konu
sem dvalizt hefur í SvíþjóS. Margar sögurnar í bókinni virðast mér eiga upp-
runa sinn í hinum miklu og almennu umræðum í Svíþjóð um hlutverk og
stöðu konunnar, þar sem rithöfundurinn Eva Moberg hefur ef til vill lagt
mest af mörkum. Þetta er tilraun til að veita konunni þrek til að sprengja
af sér fjötrana sem rígbundið hafa hana við heimili og börn og vekja hjá
henni meðvitund um hæfni hennar til að taka þátt í lífinu og tilverunni til
jafns við karlmanninn. Einnig þessi boðskapur á erindi til íslendinga, því
íslenzkar konur hafa verið innhverfar og afskiptalausar um of. I SvíþjóS
hefur þessi umræða, hinn svokallaði könsrollsdebatt, kannski náS hámarki
í fullyrðingu einnar konu: Konan er fangi, fangelsi hennar er heimilið, fanga-
verðimir miskunnarlaus börn. Hugsun svipuð þessari kemur fram í þeirri sögu
bókarinnar er fjærst kemst realisma og næst absurdisma: Saga handa börnum,
þar sem fórnarlund konunnar lýsir sér í því að börn hennar skera af henni
stóru tána á hægra fæti, síðan heilann, loks er hjartað einnig tekið og sett á-
samt heilanum í spíritus í krukku. Svo uxu börnin upp og hurfu, hún sat
eftir með hjarta og heila og féll illa „hin steríla lykt sem loddi við allt á
heimilinu".
Sumum kann að finnast sem sögur bókarinnar beri of mikinn keim hver
af annarri. Það er að vísu rétt, þær eru keimlíkar að efni, en efnið er brýnt og
umfangsmikið. Það gerir bókina heilsteypta og markvissa og segir vitaskuld
ekkert um einhæfni höfundar. Svava Jakobsdóttir á áreiðanlega eftir að snerta
þjóð sína á fleiri stöðum en hún gerir í þessari bók. Með henni hefur kvatt
sér hljóðs rithöfundur sem fróðlegt er að fylgjast með og mikils má af vænta.
Njörður P. Njarðvík