Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 195
SKÍRNIR RITDÓMAR 193
stundin, þegar afkomendurnir festa á filmu reisn þessara útslitnu ættarhöfð-
ingja:
Nú á að taka mynd af íslenzka bóndanum, sem elskar sína jörð og
landið. . . . Afi og amma á stalli og við í skrauthring undir fótum þeirra
á tröppunum. Amma riðar. Henni glýjar fyrir augu. Jórunn og Sveins-
ína leggjast á hnén, ósýnilegar að baki hennar. Þær styðja fjórum
sterkum handleggjastoðum að haki hennar og rassi. Glampi. Amma er
látin leggja sig. (Bls. 91).
Heimur þessarar sögu, séður augum drengs í sveit hjá afa sínum, er gildi
rúinn; sérhver persóna sögunnar verður meira og minna fáránleg í ljósi nak-
innar, hlífðarlausrar frásagnarinnar.
Tíunda atriði, Dauði brjálaða mannsins; ungur maður að skrifa skáldsögu
bíður eftir dauða manns, sem smám saman hefur hætt að nenna að lifa. Eng-
inn veit, hvað að manninum gengur:
Við töldum öruggt, að maðurinn væri haldinn þrjózku. Læknarnir
lömdu hann að utan með gúmhömrum, sveipuðu sænginni yfir hann og
fyrirskipuðu, að láta hann sjálfan hafa fyrir að komast á klósett. Ætli
skíturinn svæli hann ekki úr bólinu, sögðum við. En það fór á annan
veg. 011 hreyfingarlöngun skrokksins virtist vera þrotin. Hann lá kyrr,
safnaði saur og þvagi, og bólgnaði án þess klósett hvarflaði að honum.
(Bls. 176).
Smám saman hverfur lífslöngunin manninum, kraftar hans fjara út, og búizt
er við dauða hans. Ungi maðurinn, sem segir söguna, er einkennilega heillað-
ur af ástandi mannsins og óskar þess að mega horfa á hann deyja, þykist ör-
uggur um
að engin samúð mundi bærast í mér við andlátið. Eg gæti horft á það
hlutlausum augum, æft mig, ef svo mætti kalla. (Bls. 178).
Ástand og dauði brjálaða mannsins heilla hann á svipaðan hátt og ástand
nær ósjálfbjarga taugasjúklinganna, eins og allir þeir, sem lifa á yztu nöf
mannlegrar tilveru; hann er liugfanginn af aðlögunarhæfni mannsins, hæfni
hans til að lifa við hina ýtrustu kvöl. Ungi maðurinn öðlast trú á manninum
af hugsuninni um taugabilaða manninn:
Og hann virtist aldrei sofa eða kannski svaf hann, deplandi augunum,
vegna þess að maðurinn finnur ævinlega einhver ráð til að lifa við kvöl
sína og kúgun. Þetta einkennilega fyrirbrigði getur lagað sig að öllu,
jafnvel lifað á steini eða sætt sig við eina hugsun. (Bls. 180).
En það sem bindur unga manninn við deyjandi manninn er óttinn við dauð-
ann; hann er að skrifa skáldsögu og hugleiðir, um hvað hann eigi að skrifa,
hvort hann eigi að skrifa um sjálfan sig og eigin ótta eða vera tímatákn,
skrifa ádeilurit sem hæfir í mark. Togstreita verður milli hins einstaklings-
bundna og samfélagslega, og einstaklingurinn verður sterkari, dauði brjálaða
mannsins verðugra viðfangsefni en fjármálaspilling sérsjúklingsins.
Eftir því sem lífið fjarar út í skrokk brjálaða mannsins verður hann rneira
13