Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 76
74
EYSTEINNSIGURÐSSON
SKÍRNIR
ekki verið frumsamdar af honum, þótt annað megi ráða af niður-
lagsorðum þeirra (sbr. síðar).
Ríma Hjálmars, sem þarna stendur og ort er út af kvæði Hall-
mundar jötuns, er fyrir margra hluta sakir allmerk. Er hvort tveggja,
að hvergi er í öllum rímum Hjálmars tekið svo sjálfstæðum tökum
á efniviðnum sem í henni, og einnig er form hennar og málfar öllu
vandaðra og undir strangari aga en almennt gerist í rímum hans.
Þar að auki er að henni allsérstæður sögulegur aðdragandi. Hér á
eftir verður vikið nánar að þessu efni, en áður verður þó ekki hjá
því komizt að taka upp texta Hjálmars af Bergbúaþætti óstyttan, þ.
e. eftirmála hans og dróttkvæðu erindin tólf. Nokkur ábyrgðarhluti
er að hagga við stafsetningu Hjálmars á þessu efni, og er það því
ekki gert hér, en þó er leyst athugasemdalaust úr böndum og stytt-
ingum, og setning lestrarmerkja og upphafsstafa er samræmd að
mestu. Til hagræðis fyrir lesendur er og sú breyting gerð á röð
efnisins innbyrðis, að dróttkvæðu erindin eru hvert um sig látin
fylgja viðeigandi skýringum.
Efni til þessarar Hallmundarhviþo er þad, eptir sem nærst verdr komist,
hérum 1104 var þad einn jólaaptan, ad tveir menn hugdust ad gánga til jóla
tída nálægt Gufudal á Vestfjördum, og sem þeir vóru á veigin komnir, gjördi
ad þeim fjúkhríd svo mikla, ad þeir rötudu hvergi til manna bigda. I þessari
villu fundu þeir fyrir sér hellir eim, þar sem þeir áttu þó ecki von á hellir.
Þar geingu þeir inn og numu stadar um nóttina, enn er þridjúngr var af nótt,
sáu þeir uppkoma sem tvö túngl innantil í hellinum, og vóru kvednar 12
floeka vísur og tvítekin hin sídasta hendíng hvörrar vísu. Um midnætti sáu
þeir enn uppkoma túnglin og kvednar sömu vísur med sama slag. Þegar þridj-
úngr lifdi nætr, komu enn upp túnglinn og kvednar vísurnar og hótad bana
hvörjum ecki mynda. Vard svo, ad annar þeirra, er Þórdur hét, nam vísumar,
enn annar ei, og var sá daudr innan jafnleingdar. Hellirin fanst aldrefi] sídan,
enn vísnanna meinx'ng — eptir sem nærst verdr komist — er sú eftir filgir. Er
og stuttlega yfirfarid nockr dimmyrdi og fomkénnínga rót, sem draugskáldid
brúkar, þeim til þénustu, sem níta vilja, og beri þeir svo saman þad heila
hvad vid annad.
Hrinur af heiþa Fenri,
höll taca björg at falla,
fátt er at fornu setti,
fridur ald-jötuns ridar,
gnýr, þar geingur hinn hári
gramor om bratta hamra,