Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 183
SKÍRNIR
RITDÓMAR
181
að viðauka við aðra bók, einhvers konar sundurlausum köflum á einum 10
síðum sem virðast vangaveltur höfundar um allt og ekkert. Fjórði kaflinn er
stuttur og laggóður og hljóðar þannig: Islendíngar eru hænsn! Ekki skal ég
karpa um það við höfund hvort eitthvað sé hæft í þessari fullyrðingu. En það
breytir engu um að þetta er fullyrðing og á sem slík ekkert skylt við bók-
menntir.
Steinar Sigurjónsson fór furðuvel af stað sem rithöfundur, einkum með ann-
arri bók sinni, þ. e. Astarsögu. Með Hamíngjuskiptum (1964) og Skipin sigla
(1966) bætti hann ekki mörgum dráttum í þá mynd sem áður hafði birzt af
honum sem skáldsagnahöfundi. Með BlandaÖ í svartan dauÖann snýr hann við
til upphafsins. Þar með virðist hann kominn í sjálfheldu og er bágt að sjá
hvernig hann kemst úr henni aftur nema hann snúi algerlega við blaðinu.
Njörður P. Njarðvík
iialldór laxness:
íSLENDÍNGASPJALL
Helgafell, Reykjavík 1967
Samband Halldórs Laxness við þjóð sína hefur frá upphafi verið nokkurskon-
ar „fjandvinátta“ þar sem togast á aðdáun (ekki sízt á gömlum íslenzkum
konum), sem er í ætt við draumsýnir, og óþol (stundum jafnvel gremja) vegna
menningarleysis Islendinga, vanskilnings þeirra, fordóma og sinnuleysis um
góðar bækur, og þá einkanlega hans eigin bækur. Þessi sálræna togstreita kem-
ur enn fram í Islendíngaspjalli, þar sem höfundur gerir upp sakir við landa
sína rækilegar og með samfelldari hætti en í Skáldatíma sínum eða ritgerðum.
Hann getur þess í formála, að Islendíngaspjall sé í fyrsta lagi samið fyrir til-
mæli sænskra forleggjara — sem einhverskonar innskot í Skáldatíma, og verð-
ur ekki í fljótu bragði séð hvernig þeirri sambræðslu verði við komið, en það
er vitaskuld þeirra höfuðverkur. „I annan stað er kverið miðað við óskir ís-
lenskra lesenda sem fanst ég hefði í Skáldatíma svikið þá um þá ánægju að
fá sjálfsmynd af höfundinum með Island kríngum sig og mega kynnast ögn
hug hans eins og sakir standa til íslenskrar menníngar að fornu og nýu“, seg-
ir skáldið.
Hvað sem líður tildrögum þess að Halldór setti saman þetta bókarkorn,
þá er það ævinlega fagnaðarefni að fá nýja bók frá honum, því ekki er al-
tjend hætta á að manni leiðist lesturinn, og ævinlega skal hann hafa lag á
að vekja til umhugsunar, hjartanlegs samsinnis og heiftarlegra andmæla. At-
huganir hans eru tíðum snjallar í einstökum atriðum og koma margar skemmti-