Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 86
84
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
11 Siðabót mig særðan lét,
sveiflar fót í heljar net,
með galdra blót og geira hret
gjöri eg móti það sem get.
12 Læt eg amra ygldur þá
(undir glamrar dýra lá)
út um hamra götin grá
glóðar kamra mökkinn blá.
13 Þórs eru vinir fallnir frá,
feigðarginið étur þá,
haltra ég linur eftir á,
undir stynur hraunið blá.
14 Stoðum ökla flýta fer
feigðar hökli vafinn hver,
sprengir jökla og björgin ber,
burt þá hrökklast landvætter.
15 Illa verði Oðinn þér,
oss þú gerðir senda hér
Þór, sem verður einkis er,
afli skerður háðung ber.
16 Man eg tíðir fegri fjörs,
friðuðu lýði synir Börs,
deyfðu stríð og hrinur hjörs,
hófu prýði alda knörs.
17 Vorra nutum verka þá,
vallar lutum skautið á,
fræin hrutu’ af fingrum smá,
föxum skutu í loftið blá.
18 Vildi ég búnað bæta minn,
brúkaði túna verkfærin,
hauðurs krúnu hársvörðinn
hrufluðu snúnu plógjámin.
19 Versna tíðir veldi á,
voða hríðir niður slá,
skóginn fríða’ og blómstrin blá,
byrjar stríð — og vopna þrá.
20 Spáir muni mælsku skýr,
megin unaðs blóminn flýr,
jöklar duna — en járnið gnýr,
jörðin bruna hraunum spýr.
21 Taka að þynnast tryggðirnar,
tals ógrynnis þjóðirnar
bröndum tvinnast blóðþyrstar,
borgir vinnast öflugar.
Detta í sjálfan dauðans hv[er]
dvergar, álfar, landvætter,
goðin skjálfa’ og allt hvað [er],
en ég bjálfann hrista fer.
Veldis hrumur visnar nár,
vetrar fuma tíðir þrjár,
Norðri þrumar eins og ár,
ekkert sumar milli gár.
Veðurbarða glýjan grá
gleypir jarðar haddinn smá,
vorri Garðarseyju á
einkum harðast viðrar þá.
Er þá neyðar aldafar
á því skeiði heimsvistar,
djörf í reiði dóm fram bar
drepsótt eyðileggingar.
Múspells synir þyrpast þá
þjóðarkynið jarðar slá,
ragna dynur rökkur á,
reið í hvinar lofti blá.
Ógnir drauga eins og mý
elds með flaugum vekja gný,
súmar augum sjáldur í,
saman haugast reykjar ský.
Veröld flýja verð eg þá,
vondar knýja hurðir á,
Bifröst skýjum brotin frá
bannar nýjan himin sjá.
Fætur þreytu þjakaðar
þramma’ um reita helgrindar,
eg má steytast ofan þar
í eldinn heita’ og kvalimar.
Tek ég að brýna tröllskapinn
trausti Hlínar framknúinn,
vonin skín á veikri kinn,
vini mína’ í Helju finn.
Hlýt ég barinn bölvum þeim,1
betri kjara firrtur seim,
Níðhögg svarinn — elds með eim -
ofan fara í þriðja heim.
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31