Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 44
42
HANNES PETURSSON
SKÍRNIR
í 3. vísu kveðst skáldið hyggja að Jón setji sig ekki úr færi að
ríða til Þingvalla á suðurleið. Þann stað mun Jón aldrei hafa gist
fyrir utanför, sbr. orðin „ver ókunnan“. Jónas hafði kynnzt Þing-
völlum gerla á rannsóknarferðum sínum og lýsir nú staðnum, bregð-
ur upp ljóðrænum svipmyndum af tign hans, grósku og sumarlífi.
Hann kveðst líta Jón í anda, þar sem hann stendur á háum harmi
Almannagjár og fær eigi tára bundizt („sveif bifan þig yfir/hvarma-
hreggs“), slíkur sé þingstaðurinn forni, náttúruunaður hans á logn-
værum sumaraftni, ofinn helgum söguminningum. Náttúran er söm
og áður, grónar búðatóftir skrýða árbakkana; allt er í haginn búið
fyrir þinghald á þessum gömlu völlum. En hví er þá hér svo autt
að mönnum? Reiðir þingmanna hljóta að hafa tafizt. Nei, öðru nær,
hingað er ekki von neinna þingmanna, þeir beina jóum sínum til
Innnesjanna, þar hafa verið settir rökstólar á „kalda eyri“. Og nú
kveður skáldið og lýkur j afnframt kvæðinu:
Hlýj an bústað býj a
biðjum þér að liði
verða - þiggðu værðir
værar á grund kærri.
Elt svo hina! haltu
hugprúður til búða
Víkur - Við þig leiki
völin á mölinni.
Hvað hyggst skáldið fyrir með þessum dirfskufullu niðurlagsorð-
um? Ristir hann hér góðkunningja sínum Jóni Sigurðssyni, heiðurs-
gestinum, hálfgildings níðstafi í viðurvist margra manna, með því
að álasa honum fyrir að hafa mælt fram með þingstað á mölinni,
Reykjavík? Eða býr annað undir? Skyldi hér í raun felast dulbú-
in áskorun til Jóns Sigurðssonar um að hverfa frá skoðun sinni um
val þingstaðar, nú þegar hann hefur loksins litið Þingvelli eigin
augum, og ganga til liðs við Fjölnismenn um alþingishald þar?
Hér virðist miklu muna. Annaðhvort er Leiðarljóð beisklegt háð-
kvæði um Jón Sigurðsson eða þá sannkallað Leiðarljóð, vegvísun,
og ekki aðeins um það hverjir skuli vera áfangastaðir hans á kynn-
isferð um landið, heldur einnig hver vera skuli stefna hans á fund-
um alþingis.