Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 21
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
19
Ekki er ótrúlegt, að setningaskipting Snorra sé undir nokkrum á-
hrifum frá dæmum sem þessum. Snorri dáir Jónas umfram önnur
skáld og er manna líklegastur til að verða fyrir áhrifum af honum.
En vitanlega er þessu stílbragði beitt á mun markvissari hátt í kvæð-
um Snorra en nokkrum eldri skáldskap, nema ef vera skyldi í drótt-
kvæðum.
Þessar nýjungar Snorra eru notaðar í næsta augljósum tilgangi.
Honum hefur þótt íslenzkt ljóðform of reglubundið, bæði í rími og
hrynjandi. Hann hafnar hins vegar þeim kosti, sem margir sam-
tímamenn hans tóku, bæði hérlendis og með öðrum þjóðum, að
varpa fyrir borð flestum eða öllum formfjötrum ljóðhefðarinnar.
Snorri velur þann kostinn að endurnýj a hefðina. Má vafalítið greina
erlend áhrif í þessari viðleitni. Þær tvær formnýjungar Snorra,
sem að framan hafa verið ræddar, eru áberandi einkenni á mörg-
um ljóðum brezka skáldsins W. H. Audens og nokkurra jafnaldra
hans í enskri ljóðlist. Vitað er, að Snorri las þessi skáld mikið, þeg-
ar þau voru upp á sitt bezta (frá 1930-40), og hafði á þeim mikið
dálæti. Formlega eru þeir Snorri og Auden einkennilega líkir, þótt
þeir eigi að öðru leyti fátt sameiginlegt. Báðir hafa leyst gamlar
formþrautir af hendi á nýstárlegan hátt, sonnettu og sestínu. Og
hinn óreglulegi háttur á Það kallar þrá og Nú greiðist þokan sund-
ur á sér hliðstæður í verkum Audens.
Almennar athuganir geta þó aldrei varpað verulega skýru ljósi
á formeinkenni skálds. Nákvæm athugun einstakra ljóða er nauð-
synleg til að fylla út í myndina og festa hendur á einstökum atrið-
um. Ég hef kosið að lesa hér ofan í kjölinn Ijóðið Jónas Hallgríms-
son, ef vera mætti, að sú lesning leiddi til nánari skilnings á formi
og stíl Snorra.
Döggfall á vorgrænum, víðum
veglausum heiðum
sólroð í svölum og góðum
suðrænublæ.
Stjarnan við bergtindinn bliknar,
hrosir og slokknar,
óttuljós víðáttan vaknar
vonfrj ó og ný.