Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 20
18
SVERRIR HÓLMARSSON
SKÍRNIR
Hrekkur lokað hlið mitt?
Það hringja klukkur, blóð mitt
Sú nýstárlega tilhögun á skiptingu setninga í ljóðlínur, sem Snorri
viðhefur í mörgum ljóðum Kvœða (mest í Ijóðunum Haustið er
komið, Leit, / grœnni kyrrð, Um farna stigu, Bið, Að kvöldi, Það
kallar þrá), á sér fremur fá fordæmi í íslenzkum skáldskap. Hún á
sér að mínu viti tvenns konar tilgang: að setja mikilvæg orð í enda-
stöðu og veita þeim þannig aukinn þunga, og að losa um hrynjand-
ina og komast hjá tilbreytingarleysi. Gott dæmi um hið fyrrnefnda
eru þríhendurnar í sonnettunni Haustið er komið, þar sem tvö orð,
sér og fer, eru tekin út úr eðlilegri hrynjandi málsins til að gefa
þeim þann þunga, sem þeim ber vegna mikilvægis þeirra í mynd-
byggingu ljóðsins:
Hann heyrir stráin fölna og falla, sér
fuglana hverfa burt á vængjum þöndum,
blómfræ af vindum borin suður höf,
og brár hans lykj ast aftur; austan fer
annarleg nótt og dimm með sigð í höndum,
með reidda sigð við rifin skýjatröf.
Þó að finna megi dæmi um keimlíka setningaskiptingu í kvæðum
nokkurra íslenzkra skálda, t. d. Stephans G. Stephanssonar og Ein-
ars Benediktssonar, finnst mér raunverulegur skyldleiki við kvæði
Snorra ekki sjáanlegur nema í nokkrum dæmum úr kvæðum Jón-
asar Hallgrímssonar:
Nú er á brautu borinn vigur skær
frá Hlíðarenda hám; því Gunnar ríður
atgeirnum beitta búinn. Honum nær
dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður
og bláu saxi gyrður yfir grund.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley! við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.