Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 127
SKÍRNIR NORRÆNUFRÆÐINGUR HLUSTAR OG SPYR
125
Þú deildir geði
við dapurt kvöldið í salnum.
Ég hef geymt þangað til síðast að ræða lítillega það kvæði, sem
mér finnst bera af öðrum kvæðum í þessum kafla, - og reyndar
vera eitt hið allra bezta sinnar tegundar, sem ég hef yfir höfuð séð,
en það er kvæðið Vaggan:
Það svaf og ég heyrði
sæng þess lyft
og sagt: 0 hér
ertu loksins fundið.
Og allt er hreytt:
mér er bylt og hrundið.
Ég er vagga einhvers
sem um var skipt.
Um þetta kvæði þarf reyndar ekki að fjölyrða, allt er eins ljóst og
það getur verið. Vagga umskiptingsins saknar barnsins, sem svaf
þar áður. Nú gætir hún ekki lengur þess sem svaf þar í værð og
hlustar á andardrátt þess, illar hendur hafa rænt því, sem hún átti
að gæta, — nú er henni bylt og hrundið. Það er engin ástæða að vera
að reyna að ráða hver vaggan er, kvæðið gefur ástæðu til svo margra
hugrenninga, hún getur verið land, sem er rænt þjóð sinni, hjarta,
sem er rænt ást sinni, og yfir höfuð allt, sem hefur glatað því, sem
því var trúað fyrir. Það er skemmdarstarfsemi að vera að leita að
einhverju ákveðnu, sem hún er fulltrúi fyrir.
Það sem er ef til vill athyglisverðast við þessa bók Þorsteins
eru óvenjulegar og heilsteyptar persónugervingar hans og mynd-
hvörf. Persóna kvæðisins er ýmist afstrakt hugtak, „ég“ er yfirgef-
in hugrenning þín, „þú“ ert vísan, sem vættur kveður á skjá - eða
konkret hugtak: „ég“ er lokaður gluggi, sem hin sæla birta og hinn
svali skuggi leika um í óþoli kvöldsins. Með því að gefa kvöldinu
„óþol“ er það einnig persónugert. „Ég“ er vagga einhvers, sem