Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 24
22
SVERRIR H ÓLMARSSON
SKÍRNIR
í skútanum, eru allt í senn, tár gimbilsins, tár Jónasar og tár skálds-
ins yfir dauða Jónasar, enda er þess ekki getið í kvæðinu hver felli
þessi tár, aðeins hvar þau eru felld. Dauði Jónasar er í senn fagur
og harmþrunginn - hann er harmleikur, en honum er lýst með afar
hugnæmri mynd.
En það er ekki einungis myndbygging og líkingar, sem Snorri
notar til að draga upp mynd sína af Jónasi, heldur einnig meðferð
málsins sjálfs. Jónas hefur kveðið öðrum mönnum hljómþýðar á
íslenzku, og fá kvæði hafa til að bera eins hárfína hljómfegurð og
þetta kvæði Snorra. Orðin eru þannig valin, og þeim er þannig nið-
ur raðað, að þau öðlast furðulega sjálfstætt líf, þau hljóma eins og
tónlist í eyrum lesandans. Hér er um að ræða atriði, sem erfitt er
að sýna fram á með rökum, ef það er þá ekki endanlega ógerlegt,
en þó skal þess freistað að nokkru.
Notkun hálfríms á sinn þátt í þessum einkennilegu töfrum. Með
því að beita hálfrími getur Snorri rímað saman þrjú samstæð vísu-
orð án þess að verða einhæfur eða þreytandi, en fær auk þess fram
blæbrigði, sem falla þétt að inntaki orðanna án þess að samhljómur
glatist. Með lítilfjörlegum breytingum má alríma fyrsta erindi kvæð-
isins án þess að merking skerðist verulega. Má þá virða fyrir sér
muninn:
Döggfall á vorgrænum, víðum
veglausum hlíðum,
sólroð í svölum og blíðum
suðrænublæ.
Snjöllust er notkun hálfrímsins í öðru erindi. Hljómur orðanna
bliknar og slokknar styður merkingu þeirra, hárfínn hljómmunur-
inn gefur til kynna hina hárfínu breyting, sem þarna er lýst. Slokkn-
ar gefur til kynna endalok, útkulnun, en við hlið þess er sett vakn-
ar, alger andstæða. I þessum punkti mætast andstæður kvæðisins,
dauði Jónasar og vakning náttúrunnar. Jónas, elskhugi jarðarinnar,
deyr, en lifir þó ef til vill á einhvern undursamlegan hátt í því, sem
hann lofsöng í ódauðlegri list sinni, lífi og frjómagni náttúrunnar.
Samhljóm í þessu kvæði er ekki aðeins að finna í rímorðunum.
Flest erindanna hafa sinn sérkennandi hljóm — hljóð, sem er klifað
á. I fyrsta erindi er 1-hljóðið yfirgnæfandi: döggfáll, veglausum,