Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 191
SKÍRNIR
RITDÓMAR
189
því auman blett og verður til þess, að Márus missir vald á skapi sínu og grýtir
postillunni frá sér. Það ásamt hrakförum hans í næstu veiðiferð, sem hann
undir niðri kennir meistara Jóni, verða til þess, að Márus fyllist kergju, hon-
um er það niðurlæging að láta undan, fyrr en hann hefur fengið uppreisn.
Þá uppreisn fær hann í síðari veiðiferðinni. Þá mildast hann og áhrif kon-
unnar flæða inn. Er þarna laglega á málum haldið, hvernig þessir tveir áhrifa-
valdar vinna saman, en annar er þó lítt fær til sigurs án hins. Athyglisvert er,
að áhrifin frá meistara Jóni eru hörð, það af mildi, sem í deiluna blandast er
frá konunni komið.
Höfundur leggur áherzlu á, hvernig framkoma Márusar verður öruggari og
djarfari, bæði heima og heiman, við efnalegt sjálfstæði, og vel tekst honum
að láta glitta í viðhorf hins nýríka undir niðri hjá Márusi söguna á enda. Lýs-
ingin á Márusi er nærfærin og sönn, og ýmsir drættir hennar höfða til nútím-
ans ekki síður en eldri tíma.
Ef einhver raunveruleg hetja er í sögunni, þá er það Guðný Reimarsdóttir
með sína miklu skapfestu og góðu gáfur. Höfundur hefur gefið henni nafn
móður sinnar. Hjá henni rís manngildið yfir allan hégóma, hún heldur manni
sínum í skefjum, gerþekkir hans veiku og sterku þætti, elskar hann og dáir.
Hún gætir þess vel að ganga ekki of langt, þegar hún með aðstoð meistara
Jóns er að knýja hann af sínum villigötum, og tekst að koma málurn þannig,
að Márus þarf í rauninni aldrei að beygja sig, enda hefði það getað orðið
afdrifaríkt manni með hans skapgerð og veikleika. Eigi að síður fara hún og
meistari Jón með fullan sigur. Er Guðný sú persóna sögunnar, sem hæst ber.
Annars hafa allar persónur sögunnar, sem nokkuð kveður að, sín skýru sér-
kenni og sérstæða málfar, eins og títt er í sögum Guðmundar Hagalíns. Af
aukapersónunum er langeftirminnilegust Bessi skytta, það ólíkindatól, sem und-
ír niðri skynjar flest, en það iiggur ekki á lausu fyrr en til alvörunnar kem-
ur. Er kaflinn um hann lystilega góður, og nýtur fyndni Hagalíns sín þar vel.
Sérstaklega mætti og minnast á sauðamanninn Bjarna. Er kaflinn um það, þeg-
ar hann kemur heim úr óveðrinu og segir forystusauðinn dauðan, merkilegur
og vel gerður. En ætli lýsingin á Bjarna sé ekki misjöfn? Hann er sagðui
heimskur, en er það þó naumast alltaf. Og ekki kann ég við hið sífellda tal
fólksins, ekki sízt Márusar, um heimsku hans, og það í hans áheym. Ætla ég,
að líkara hefði verið þessu fólki að minnast aldrei á slíkt og heimskan þá verið
látin lýsa sér á annan og eftirminnilegri hátt.
Sumum persónum bókarinnar virðist svipa til fyrri persóna Hagalíns. Þannig
hefur Þórdís gamla fengið drætti frá Kristrúnu í Hamravík, og Benedikt virð-
ist bera keim af Birni gamla í Sturlu í Vogum.
Umhverfislýsingar eru afar skýrar, — eins og höfundar er vandi, - hvort held-
ur er bærinn á Valshamri, staðhættir umhverfis og fjörðurinn fyrir utan. Er vart
hugsanlegt annað en höfundur hafi ákveðinn stað á Vestfjörðum í huga. Tanga-
kaupstaður kemur fyrir, og er það nafn Hagalíns á því, sem nú heitir Isafjarð-
arkaupstaður.