Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 84
82
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
brunni og þessar sínar vísur vítisdrick, af því hann þilur hér harma sína, og
ónítt [s]é mikid ad víta, þad sie ónítt leingur ad [klveda.
Meiníngin er:
Hér á eg bústad í hömrunum, og eru nú menn komnir til húsa minna, og hef eg
ei fyrrum fljótr verid til ad skémta mö[n]num, berist nú vísumar út edr yckar
[b]rádur bani vid liggur, og skal svo [h]ætta ad qveda.
Til lesaranz.
Þótt eg hafi þannin feingist vid hvidu þessa, er þad einganveigin hérmed
sagt, ad útskýríng þessi sie sú rétta og sanna, því dulyrdi og dimmyrdi slíkra
verka gétr mjög verid úr lagi geingin sídan fyrst var ritad, og vil eg eingin
svo frekt upptaki, hefir og Hallm. eitthvört óvenjulegt mál og samsetníng
brúkad, sem hvergi er ad finna hjá neinum fornskáldum, sem eg hef sjed,
líka er hann vídast mjög sundurlaus í meiníngu sinni og oft lángt á eftir
sjálfum sér, enn þad litla, sem eg hefir hér útí ervidad, tel eg eingum þeim
ofgott, sem nýta vilia, enn tek jafnframt til stórra þacka, ad þar sem eg hefir
offrad þessum braghræríng á þjódar altari, ad hann gjæti ödlast lagfæríng
hjá þeim, er betur vita, og sídann hagtæríng til betri vegar, mitt eina forsvar
er þetta:
Upp ad grafa Ódreyrz brunna,
ausa þadan vínid þunna,
ofbodid er minni ment,
ljódspil sleigid löppum klunna
lagfæri þeir betur kunna,
því er fýbl ad fátt er kénnt.
Eins og hverjum þeim mun ljóst, sem enzt hefur til að lesa fram-
anskráð efni til enda, er það allt bersýnilega meira eða minna úr
lagi fært í handriti Hjálmars frá því sem fyrst hefur verið. Þar við
bætist og það, að víða í skýringunum er kvæðið greinilega rang-
túlkað, og virðist það annaðhvort stafa af því, að skýrandinn hafi
haft fyrir sér afbakaðan texta, eða af vankunnáttu hans, nema hvort
tveggja sé. Sitthvað kemur þar spánskt fyrir sjónir, svo sem ferju-
maðurinn Karon, sem umyrðalaust er slengt inn í umhverfi nor-
rænnar goðafræði, og einnig er naumast hægt að túlka heimsmynd-
ina öðru vísi en svo, að bústaðir dauðra séu taldir a. m. k. þrír,
þ. e. sælustaður útvaldra á himnum, Helja eða Helheimar, þangað
sem Hallmundur sækist eftir að komast, og loks eilífur kvalastaður
fordæmdra. Hjálmari til málsbóta er þó skylt að minna á það,
að þetta efni hefur hann sennilega skrifað lítt eða ekki breytt upp
úr einhverju gömlu handriti, er hann hefur haft undir höndum, og