Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 81
SKÍRNIR
HALLMUNDARKVIÐA BÓLU-HJÁLMARS
79
þó hef ec þau cjæmi
þrec ramms vit Hlin glamma,
oc þrec ramms vit Hlín glamma.
8da vísa
Hér minnist hann á umlidna æfi og velgeingni sína og furdar sig yfir, ad
svoddan tilfallandi olucka heimsæki sig nú. Húm, kvöldröckur, heimshúm,
sídasti aldur veraldar. Hugdac ad duga sjálfum mér og búnadi mínum, og
nutum vér þá allir vel verka vorra. Vallbjúgr er saman sett af völlur og bjúgr,
þadan kémr vallbjúgr, sá sem nidurlútur er til jardar yrkiu og vallar verka.
Eiturhridja, hridja er hregg og íllvidri, og er orusta köllud örfa hridia, enn
eitur hridja örfanna er banvæn orusta. Þrekrams, þad er traustur ad abli. Vid
Hlín, Hlín er ein af ásinnum og gjætir þeirra manna sem varna skal vid háska
nockrum, hennar fulltíngi studdur seigist Hallm. framfara. Glama, þad ord
dregst af glaum edr hríngli, Einar skálaglam var kalladr svo af skálum þeim,
er Hácon jall gaf hönum og glamradi edr skrapladi vid, er þær komu saman,
svo seigist hann glama, þad er skraplandi órór í Hlínar trausti framfara.
Svo er þá meiníngin:
Vér lifdum á sídasta aldri veraldar, hugdi eg sína dugnad sjálfum mér og hý-
bílaháttum mínum, og nutum vér þá allir vel verka vorra og jardyrkju, því er
stór furda, ad mér skuli nú á ellidögum eitrud banvæn adsókn gjörast med
stórri hrellíng, þó ef eg gjæti frambrotist med stórum ablraunum vid traust
og stod Hlýnar.
Deydi mér þat morþi,
man von ara qvonar,
hanþan Hrímners cinþar
hárscéggjaþan báro,
enn ec stein nöccvan stircan
stafs plóglimum grafnar
jámi fáþan aurin
auþcénþan réþ ec senþa,
auþcénþan réþ ec senþa.
9da vísa
Hér samteingist meining vid nærst undanfarna vísu. Mord er eitt af orustu-
heitum, ad drepa mord er ad stilla bardaga, og seigir Hallm. þad raunaléttir
sinn, ad hann muni finna vini sína í Helju. Man, þad er mun vera. Ara, hara
gamla Hrýmners, Hrímnershari er nefndur Skýrner, it. Hrímnerskindir í
Hviþluljódum, kynd er barn edr afqvæmi, (siá Völusp.) hljóþs bid eg allar
helgar kyndir, item Sólarljód, fie oc fjörfi rændti fyrda cynþ, sá inn gamli
greppr, enn Hrímners synir teljast í Hviþloljódum Heidur og Hrossþjófur, og
vóm þeir allir ættíngjar Hvedru módir Hára edr Kára, sem þar um gétr, og
hefir þetta fólk annadhvört verid ættíngar edr einka vinir Hallm. Handan,
þad er hinumeigin sundsins. Hárscéggjaþan, þad er aldradann hæru kall.