Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 125
SKÍRNIR NORRÆNUFRÆÐINGUR HLUSTAR OG SPYR
123
auðvitað alltaf örlög baráttukvæða, enda tilgangur þeirra frekar að
hafa áhrif á hugsanir og gerðir manna en að setjast í bókmennta-
legt hásæti umvafin klassískum geislabaug. En baráttukvæði eru
líka misjöfn að gæðum frá fagurfræðilegu sjónarmiði, og það er
grunur minn, að þetta kvæði sé eitt þeirra, sem lengi muni prýða
Bragatún, - þó að ég, sem þetta rita, sé engan veginn hlutlaus áhorf-
andi að þeim tímum, sem kvæðið fjallar um.
Síðasti kafli bókarinnar, Himinn og gröf, er safn smákvæða, sem
ekki mynda heild innbyrðis. Kvæðin Flóttinn, Þyturinn, Kveðja
og Lengi hugðumst við lifa eru eins konar kveðjukvæði til horfinn-
ar ástar, allt mjög fínleg og vel unnin kvæði, atvikin greind og met-
in án óþarfa viðkvæmni. Samlíkingin er snjöll í kvæðinu Flóttinn,
maðurinn vakir fyrir utan og veit konuna sofa inni, hann man hana
alla í myrkrinu og hefur hana skamma stund í hugsun sinni, sem
einu sinni var hugsun beggja, en er nú einungis hans:
unz vonir skiptast:
þá verða að flýja sín kynni
sem villidýraflokkar
fyrirgefnir glæpir -
gleymdir draumar okkar.
En allur sársauki er horfinn, og lífið heldur áfram sinn veg:
Enn taka dagarnir stefnu:
enn hyggjumst við lengi lifa.
eru lokaorð kvæðisins Lengi hugðumst við lifa. í þessu uppgjöri
er sætzt við atvikin og endurminningarnar, og það berst eins og
bergmál frá kvæðinu Sumir dagar- í fyrsta kafla bókarinnar. Hús-
ið, sem var vandlega læst við brottförina blasir við á ný með allar
dyr opnar:
og það sem mest er um vert:
sólin skín ótrúlega glatt á húsið.
í þessum kafla eru nokkur kvæði, sem byggð eru á einstöku þjóð-
sagnamótífum. Enn geigar Þorsteini hvergi meðferð á langsóttum
myndhvörfum: