Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 131
SKÍRNIR NORRÆNUFRÆÐINGUR HLUSTAR OG SPYR 129
heldur með bandaríki fyrir augum, - ekki streyma þorskar eftir ægi
úr bankanum (banki = mið), heldur þorskhausar varðarfélagsins
eftir Ægissíðunni úr Alþjóðabankanum. Ætli Agli gamla Skalla-
grímssyni hafi ekki orðið dillað í gröfinni, ef hann hefur séð, hvað
nýgervingar hans í Arinbj arnarkviðu og fleiri kveðskap, hafa eign-
azt kringilega afkomendur í nútímaskáldskap?
Það útispjót skáldsins, sem að þjóðmálum og stjórnmálum snýr,
hefur lengst til muna í Geislavirkum tunglum. Kvæðið Orusta er
um tveggja ára dreng, sem kemur með móður sinni í kaffihús í
fylgd tveggja erlendra flugmanna, sem hlæja kóreuhlátri, og fer þar
í byssuleik. Móðirin ljómar af stolti og segir á ensku, að þetta sé
bezta mynd, sem hún hafi séð. I Dægurlagi magnar þriðja vídd tím-
ans þrýstiloftið hjá frjálsri þjóð og elskan syngur fagnandi: Jonny
is a boy for me. En hér er skáldið á hálli braut, þar sem mörgum
hefur orðið fótaskortur, því að góð meining enga gjörir stoð. Svo
lengi sem skáldið fer sínar sérstæðu leiðir til að segja hlutina, er
allt í himnalagi. Það gerir það einmitt í Sjómannadegi og víðar. Á
öðrum götum er Jónasi fallhætt, - það er til dæmis ekkert, sem
vekur eftirtekt í kvæðinu Orusta, það gæti verið eftir hvaða miðl-
ungs heimsádeiluskáld sem er.
Jónas Svafár myndskreytir sjálfur bækur sínar með kostulegum
myndum, og í sumum kvæðum sínum dregur hann með orðum
næsta fáséðar og absúrd myndir:
trúarbrögðin töldu að jörðin
væri flöt sem pönnukaka
en iðnbyltingin gerjaði krók á handbragðið
og fjallkonan sneri myndlistarlega kleinu
(Skilningarvit)
Guð verður einnig næsta kyndugur, þar sem hann glímir við anda
skáldsins í kvæðinu Guðaveig. Það kvæði er auðvitað líka í Þac(
blœðir úr morgunsárinu og heitir þar Guð, og hefur auk þess að
breyta nafni tekið miklum stakkaskiptum. í Það blæðir úr morgun-
sárinu hefst það svo:
9