Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 108
106
BOÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Það voru allir við vinnu í frystihúsinu.
En það var hestur úti á túni og við undruðumst fegurð hans.
Hér er ef til vill ekki um það að ræða, „að láta vængi sína blika á
háu flugi“. Ekkert upphafið og skáldlegt orðskrúð, engar hj artslátt-
araukandi samlíkingar, einungis bein frásögn með látlausu orða-
lagi af dagfarsins viðtekna sjónarsviði. En það er nú einmitt kost-
ur þessa ljóðs. Ferðalag um þetta fagra land á köldu vori, hestur
úti á túni og stúlka úr sveit, sem vill heldur borða nestið sitt í skjóli
undir kirkjuvegg en í fjörunni. Og þar undir kirkjuveggnum um
vor í næðingi rætist sá veizludraumur, sem fátæk og vannærð þjóð
átti sér heitastan: Kláravín feiti og mergur með mun þar á borðum:
Og þá reis landið og þá reis hafið
Og kláravín var á veizluborði
feiti og mergur
Svo einfaldur er þessi óður um kalt land og hversdagslegt fólk, að
allar útleggingar eru óþarfar og villandi. Það segir á látlausan hátt,
að landið sé fagurt þótt það sé kalt og fólk eigi sínar sönnu tilfinn-
ingar, þótt það reisi veizluborð sitt undir kirkjuvegg í skjóli fyrir
næðingnum og „líti ekki í spegil eins og konur eru vanar.“ Mér
finnst einhvern veginn, að ekki hefði verið unnt fyrir skáldið að
gera lesendur að þátttakendum í stemningu þessa einfalda atburð-
ar á annan og betri hátt. Ef til vill eru fá kvæði betri dæmi um,
hvað skörp skipting á efni og formi, þeim margumþvældu hugtök-
um, er varhugaverð. Sérhver tilraun til einhvers konar upphafning-
ar, „vængj abliks á háflugi“, hefði eyðilagt heildaráhrif þessa kvæð-
is. Og hvernig gat þessi veizla í vorkuldanum endað öðruvísi en
svona:
Og þegar við höfðum lokið við nestið góða
þá hlupum við ofan í fjöru og undruðumst
fegurð landsteinanna.
Ég minntist á það í upphafi, að söknuður og tregi hefðu löng-
um verið snar þáttur í skáldskap Jóns Óskars. Sá þáttur er hvergi
nærri slitinn í Söng í næsta húsi. Söknuður vegna horfinnar ástar
er uppistaðan í kvæðinu Fjarlægð: