Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 177
SKÍRNIR
RITDOMAR
175
um. Hluti af kynningunni fjallar oft um forfeður söguhetjanna og er því
fræðandi án þess að koma frásögninni beinlínis viS og mætti þar af leiðandi
falla brott án þess að lesandinn missti nokkuð af söguþræðinum. Aðrar sögur
tengja innganginn bins vegar hinum eiginlega söguþræði, sbr. Egils sögu þar
sem deila Þórólfs við Harald hárfagra endurspeglast í deilu Egils við Eirík
blóðöx. Hér mætti gera þá athugasemd að kynning sagnanna er afar mismun-
andi eftir eðli þeirra. Höfundur hefði mátt víkja að nánum skyldleika íslend-
ingasagna við konungasögur og hversu viðleitnin til að skrásetja fróðleik er
mikil í upphafi, en fer svo þverrandi eftir því sem líður á þróunarskeið sagn-
anna. Þær sögur sem nálgast skáldsöguna mest eyða litlu rúmi í kynningu.
Hér mætti bera saman Njáls sögu og Hrafnkels sögu annars vegar, Eyrbyggju
og Vatnsdælu hins vegar. Kynning er að vísu í öllum sögunum, en hlutverkið
er gerólíkt.
Deilan er uppistaða sagnanna, og telur höfundur að þessu atriði hafi ekki
verið nægilegur gaumur gefinn. “It is the conflict that gives the saga its
special character, its narrative unity, and its dramatic tension”. Bent er á
að Vatnsdæla sé hér undantekning, og einnig er spurning hvort unnt sé að
segja að Eyrbyggja sé að byggingu til reist á deilu, þótt vissulega sé þar deilt
fast og oft. Deilan stendur oftast milli tveggja manna, en getur einnig staðið
milli einstaklings og hóps ellegar milli tveggja hópa. Hér er með öðrum orð-
um enga reglu að finna. Ástæðu deilunnar telur höfundur algengasta 1) ásta-
mál, 2) þjófnað, 3) móðgun, 4) dráp. Hið síðastnefnda telur höfundur sjald-
gæfast, venjulega snúist deilan í upphafi um tiltölulega lítilfjörleg atriði, en
magnist smám saman. Heiðarvíga saga er hér undantekning.
“Climax” eða ris kallar höfundur dramatískasta þátt sögunnar er nær há-
marki í drápi eins eða fleiri deiluaðila. Þó bendir hann á að 5 sögur (af 24)
hafi ekkert slíkt ris: Eyrbyggja, Vatnsdæla, Egils saga (þótt atvikið í Jórvík
komist nærri því), Hallfreðar saga og Kormáks saga. Ennfremur er þess get-
ið að í sumum sögum sé ekki deiluaðili drepinn, heldur einhver honum ná-
kominn: Bandamanna saga, Ljósvetninga saga (síðari hluti), Heiðarvíga saga.
Loks eru tvær sögur, þar sem risið felur ekki í sér dráp, heldur auðmýkingu
og eignamissi: Víga-Glúms saga og Hrafnkels saga. Hér eru með öðrum orð-
um 10 sögur af 24 sem víkja alveg eða að töluverðu leyti frá þeirri reglu er
höfundur setur. Enn eitt dæmi þess hve sögurnar eru mismunandi að gerð og
eðli.
Hefndin fylgir venjulega strax á eftir risinu: “This means that every saga
that culminates in violent death must also show how the death was avenged”.
Einnig hér í dæmi hefndarinnar falla burt þær sögur sem ekkert ris geyma:
Egils saga, Eyrbyggja, Hallfreðar saga, Kormáks saga, Vatnsdæla. Tvær
sögur láta sér nægja dóm: Bjamar saga, Bandamanna saga. I þremur sögum
mistekst hefndin: Víga-Glúms saga, Gísla saga, Heiðarvíga saga. Tíu sögur
sem geyma ófullkomna hefnd eða enga.
Sættin þjónar þeim tilgangi sögunnar að koma aftur á jafnvægi. Sagan