Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 89
SKÍRNIR HALLMUNDARKVIBA BÓLU-HJÁLMARS 87
Svo snúið sé að efnisþræðinum, þá er þegar í stað augljóst, að
í rímunni gerir Hjálmar allverulegar breytingar á honum frá því
sem er í kvæðinu og skýringunum. í stuttu máli er því þannig liátt-
að, að í 4.-14. vísu rímunnar kemur fram efni 1.-3. erindis kvæð-
isins, þó þannig, að meginefni 2. erindis er fært aftur fyrir efni
3. erindis. í 15. vísu setur Hjálmar kvörtun Hallmundar undan lé-
legri forsjá þeirra Óðins og Þórs, sem í kvæðinu er í 10. erindi, og
í 16.-18. vísu rifjar Hallmundur upp liðna sæludaga, er hann og
ættmenn hans stunduðu jarðyrkjustörf í friði og eindrægni, sem
sótt er í 8. erindi kvæðisins. í 19.-27. vísu rímunnar kemur síðan
endursögn á efni 4.-6. erindis kvæðisins, þar sem segir frá eyð-
ingu heimsins á undan og í ragnarökum, og í beinu framhaldi af
því, í 28.-32. vísu, er greint frá för Hallmundar niður í „þriðja
heim,“ sem frá segir í 7. erindi kvæðisins. Hér hagræðir Hjálmar
efninu talsvert, því að í 28. vísu nefnir hann, að Bifröst eða ásbrú-
in til himna sé brotin, sem sótt er í 10. erindi kvæðisins, í 29.
vísu lætur hann Hallmund segjast verða að steypast niður „í eldinn
heita’ og kvalirnar,“ sem á rót að rekja til sama erindis, í 30. vísu
nefnir hann verndargyðj una Hlín, sem fyrir kemur í 8. erindi kvæð-
isins, í sömu vísu lætur hann Hallmund vonast eftir að hitta vini
sína í Helju, sem fram kemur í 9. erindi kvæðisins, og í 32. vísu
getur hann um för Þórs yfir Elivoga, sem drepið er á í 11. erindi
kvæðisins. í 33.-34. vísu greinir Hjálmar frá fundi þeirra Hall-
mundar og Karons, sem hann sækir í 7. erindi, og síðan lýsir hann
því í 35.-37. vísu, er Hallmundur hverfur niður í eldinn, sem frá
segir í 11. erindi. Loks kemur svo efni 12. erindis í 38.^10. vísu.
Eins og kunnugt mun öllum þeim, sem hafa kynnt sér rímnakveð-
skap, er þar yfirleitt um hartnær einbera formsköpun að ræða, þ. e.
a. s. skáldin fylgja yfirleitt fyrirmyndum sínum (sögunum) mjög
trúlega og gera litlar sem engar tilraunir til að hagræða söguþræð-
inum eða umbylta honum. A þetta einnig við um aðrar rímur Hjálm-
ars, en af framansögðu er hins vegar ljóst, að hér er allt annar hátt-
ur hafður á. Hjálmar breytir hér röð frásagnarinnar og innbyrðis
afstöðu einstakra þátta hennar til hver annars án nokkurra umsvifa,
en semur þó ekki ný efnisatriði, og eru þau vinnubrögð eðlileg, ef
það er haft í huga, að markmið hans er vafalítið öðrum þræði
fræðilegs eðlis, þ. e. a. s. að gera hina eldri Hallmundarkviðu að-