Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 145
SKÍRNIR
ATH UGASEMDIR VIÐ RITDÓM
143
þótti hálfhjákátlegt) í samböndum eins og „að vera í læri hjá ein-
hverjum“, „koma einhverjum í læri hjá einhverjum“, og þá helzt til
bóknáms eða iðnnáms. Elzta dæmi um orSiS læri, sem fundizt hef-
ur, er laust eftir miSja 19. öld hjá Gísla KonráSssyni, samkvæmt
söfnum OrSabókar Háskólans. Þótt orSiS læri væri tekið upp, í
stað náms, bætti þaS í engu úr, nema síður væri. OrSiS læring er
eldra, en um það gildir svipað og orðið læri, og auk þess er það
óþjált í samsetningum.
Gylfi telur orðin sállífssjúkdómur, þarmaskapgerð (rétt: þarm-
skapgerð) og sértekning „afstyrmisleg“. Skal ég fúslega játa, að
tvö hin fyrstu eru engin fyrirmynd, og hefði ég mjög fagnað því, ef
Gylfi hefði getað bent á önnur betri í þeirra stað. OrSiS sállífs-
sjúkdómar hefur verið notað áður í ræðu og riti um psycho-somatic
diseases, en ekki veit ég um höfund þess. Islenzka orðið er ekki
sérlega burðugt, satt er það, en við lítið má bjargast, en ei við ekk-
ert. Þótt ég sé enginn gallharður málhreinsunarmaður, finnst mér
fara mjög illa á því að taka upp fleiri erlend orð í málið en brýn
þörf er á. Oft má finna nothæf íslenzk orð um ýmis erlend fræSi-
hugtök, ef vel er leitað - eða mynda nýyrði. Um þarmstig er þetta
að segja: Freud greinir að þrjú stig í þróun kynhvatarinnar: munn-
stig (oral stage), þarmstig (anal stage) og völsastig (phallic stage,
oedipal stage). Rangþróun harns á munnstigi telur hann geta leitt
til munnskapgerðar (oral character), og rangþróun þess á þarm-
stigi til þarmskapgerðar (anal character). í stað þess að sletta
þarna erlendum orðum, sem eru svo sem ekkert fínni en hin ís-
íenzku og tala um oral-stig, oral-skapgerð, anal-stig og anal-skap-
gerð, fallískt stig o. s. frv., eins og gert hefur verið, freistaðist ég
til þess að finna þessum hugtökum íslenzk orð, og má vera, að þau
falli ekki öllum í geS og önnur betri komi upp síðar.
Þá get ég engan veginn fallizt á, að orðið sértekning sé „af-
styrmislegt“. Þetta orð hefur unnið sér hefð í íslenzku máli og ver-
ið lengi notað í rökfræði og sálarfræði. Ágúst H. Bjarnason, pró-
fessor, hafði sértak um abstraction í 2. útgáfu Rökfræði sinnar
1925. Ármann Halldórsson, sálfræðingur, hafði orðið sértekning
um abstraction í þýðingu sinni á Hagnýtri barnasálarfræði eftir
Charlotte Búhler, sem kom út 1939. Samstofna sögn er að sértaka
og lýsingarorð sértekinn eSa sértækur. ÞaS getur svo sem vel verið,