Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 157
SKÍRNIR
minningar stefáns jóhanns
155
jjessu tímabili. M. a. hefur hann skýrt afstöðu sína til Þjóðverja, en Stefán læt-
ur liggja að því, að Hermann hafi verið hlynntur þýzku nazistastjórninni, sbr.
I, bls. 168-169, sjá einnig bls. 172. Engin tök eru á því hér að rekja ummæli
Hermanns, en hann hefur m. a. bent á, að stjórn hans hafi neitað Þjóðverjum
um lendingarleyfi fyrir flugvélar á Islandi og hafi sú neitun vakið heimsathygli
á sínum tíma.
7.
f næsta kafla, sem nefnist Skilnaður íslands og Danmerkur getur höfundur
aðdraganda þeirra atburða, sem kaflaheitið ber með sér, en sú frásögn eykur
ekki ýkja miklu við það, sem Björn Þórðarson hefur skráð í ritinu Alþingi og
frelsisbaráttan 1874-1944 og Jón Krabbe í minningabók sinni, Frá Hafnarstjóm
til lýðveldis.
Um sambandsslitin urðu illvígar deilur. Ýmsir stjórnmáfamenn beittu sér
fyrir sambandsslitum þegar árið 1941, áður en frestur sá, sem settur var í 18.
gr. sambandslaganna, rynni út og voru helztu rökin fyrir sambandsslitum þau,
að Danir hefðu „vanefnt“ sambandslagasáttmálann af sinni hendi. Umdeild
var þessi kenning á íslandi og ekki fékk hún mikinn hljómgrunn meðal ráða-
manna Breta og Bandaríkjamanna. Lýsir Stefán Jóhann rækilega samskiptum
sínum og viðræðum við sendiherra Breta á fslandi fyrri hluta árs 1941, og
er verulegur fengur að þeirri frásögn. Skoðun brezku stjórnarinnar var sú, að
miður væri farið, ef íslendingar „ryfu sambandslagasáttmálann við Dani eða
riftuðu honum fyrr en lög stæðu til“. (I, bls. 219 o. áfr.).
Enn hugsuðu ákafir skilnaðarmenn til hreyfings 1942, en þá skárust Banda-
ríkjamenn í leikinn, er Harry Hopkins einn æðsti og nánasti ráðgjafi Roose-
velts forseta var sendur til íslands með þeim tilmælum, að sambandsslitum
yrði frestað til hentugri tíma.
Stefán lýsir áhrifum þessarar erlendu íhlutunar með svofelldum orðum: „Það
kann að þykja hart, að því sé haldið fram, þótt ég hiki ekki við að gera það,
að aðvörun og holl ráð Bandaríkjanna og Breta hafi átt sinn þátt í því að
hindra, að íslenzkir stjórnmálamenn legðu inn á mjög vafasamar brautir til
þess að hraða skilnaði íslands og Danmerkur". (I, bls. 223).
Á einum stað hef ég rekizt á smávægilega ónákvæmni í frásögninni af skiln-
aðarmálinu. Sendifulltrúi Bandaríkjanna afhenti forsætisráðherra 20. ágúst
1942 ný skrifleg skilaboð, þar sem stjórn Bandaríkjanna endurtók ábendingu
um, að sambandsmálinu yrði frestað til hentugri tíma. Síðan segir Stefán: „Ól-
afur Thors forsætisráðherra lýsti engu að síður yfir því í neðri deild Alþing-
is 7. september 1942, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi beita sér fyrir því, að
lýðveldið yrði stofnað á árin(u) 1943“. (I, bls. 222). Síðan segir, að Ólafur
Thors hafi horfið frá yfirlýsingu sinni, eftir að forsætisráðherra hafi borizt
bréf frá Bandaríkjastjórn 14. október 1942, þar sem haldið var fast við fyrri
afstöðu, en þess hins vegar getið, að Bandaríkjastjóm væri ekki mótfallin lýð-
veldisstofnun á árinu 1944.