Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 140
138
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON
SKÍRNIR
að reyna að vekja áhuga lesenda á sálfræðilegum efnum og kynna
þeim helztu meginviðhorf, sem ríkja í nútíma sálarfræði, eins og ég
skil þau, á þeim sviðum, sem tekin eru til meðferðar, en gera bók-
ina að eins konar staðreynda- og kenningatali.
Gylfi rekur fyrst horn sín í, að sem bók sé „Sálarfræði ákaflega
óaðlaðandi við fyrstu sýn. Þetta er þykkur doðrantur, og þegar
bókinni er flett, er fátt, sem gleður augað. A 653 hlaðsíðum bók-
arinnar eru aðeins 33 myndir eða ein mynd á hverjar 20 síður, flest-
ar smáar táknmyndir eða uppdrættir“.
Þótt ég sé enginn sérfræðingur í bókagerð fremur en Gylfi, að ég
hygg. held ég að mér sé óhætt að fullyrða, að Sálarfræði sé frá
sjónarmiði bókagerðar mjög sómasamlega úr garði gerð, letrið er
skýrt, nægilega stórt, enda algengt um allan hinn vestræna heim,
uppsetning er greinileg, línur ekki of langar, brotið hið sama og á
fjölmörgum enskum fræðibókum, pappír góður, svo og prentun.
Hins vegar er hér um enga skrautútgáfu að ræða frekar en flestra
fræðibóka, sem eru aðallega ætlaðar til kennslu. Myndir, þótt
fleiri mættu vera, nægja þó að mínum dómi að mestu til skýringar
efni. I fjölmörgum erlendum sálfræðiritum eru eingöngu myndir
af sama tagi og í bók minni, og í sumum nýlegum sams konar
bókum eru ekki öllu fleiri skýringarmyndir en í minni, miðað við
stærð. Ég get því ekki fallizt á, að útlit bókarinnar sé „fátæklegt“,
og „ákaflega óaðlaðandi“, eins og Gylfi staðhæfir. Það er látlaust,
án íburðar, eins og hæfir bezt slíkum ritum. Þetta er áþreifanlegt
dæmi um hótfyndni og aðfinnsluáráttu Gylfa. Ennfremur segir hann
máli sínu til áréttingar, að samfelldur texti þreyti lesandann, jafn-
vel áður en hann hefur lesturinn. En ég fæ ekki betur séð en flestar
veigamiklar fræðibækur falli þá að áliti Gylfa í þessa fordæmingu,
því að oft eru því takmörk sett, hvert brýnt erindi myndir eiga í
þessar bækur. Fræðimaður á þess oft engan annan kost en að lesa
stórar bækur með fáum eða engum myndum eða þá með töflum og
línuritum, sem „gleðja lítið augað“.
Að vísu er einnig mikilvægt, hvernig lesmálið er sett upp. Bók
mín er í 19 köflum, lesmál 625 bls. og undirfyrirsagnir um 150, svo
að langar samfelldar lestrarlotur reyna ekki svo mjög á einbeit-
ingu lesandans.