Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
MINNINGAR STEFANS JÓHANNS
153
Um afstöðu Jónasar Jónssonar til stjórnarinnar eru þeir ekki heldur sam-
dóma. Héðinn heldur því fram, að Jónas hafi sagt stríð á hendur málefna-
samningi Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins 1934, er hann ritaði bréf
sitt, sem áður var vikið að. Hafi hann unnið gegn því og torveldað það á marg-
víslegan hátt, sbr. t. d. Skuldaskil, bls. 66 o. áfr. Stefán Jóhann segir hins veg-
ar, að Jónas hafi reynzt eftir að stjórnin var mynduð á margan hátt öflugur
stuðningsmaður hennar, einkum framan af, sbr. I, bls. 141. Líklegt virðist
mér, að Héðinn kveði full fast að orði, enda verður að hafa i huga, að hann
bar þungan hug til Jónasar, er hann ritaði bók sína.
Stefnuskrá Alþýðuflokksins í kosningunum 1934 var kölluð fjögurra ára á-
ætlunin. Var málefnasamningur Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins gerð-
ur á grundvelli þessarar áætlunar. Koma átti í framkvæmd hinni hefðbundnu
stefnu sósíaldemókratískra flokka, - áætlunarbúskap, þjóðnýtingu og margvís-
legri annarri ríkisíhlutan.
Nokkur galli finnst mér á bókinni, hversu lítið Stefán Jóhann ritar um þessa
stjórn, en hann lætur nægja að helga henni u. þ. b. hálfa blaðsíðu, þ. e. bls.
143 í fyrra bindi. Sjálfur tók hann þó þátt í samningum um myndun stjórnar-
innar, eins og áður segir, hann undirritaði málefnasamninginn, átti sæti á Al-
þingi allan tímann meðan stjórnin sat og studdi hana af heilum hug, að því
er hann sjálfur segir. (I, bls. 143). Hefði óneitanlega verið fengur að því, ef
höfundur hefði gert rækilega úttekt á störfum hennar bæði vegna þess, hversu
mikilvægan sess hún hlýtur að skipa í sögu Alþýðuflokksins og svo hins, að
hún sætti svo harðri gagnrýni, að pólitísk átök hafa naumast nokkru sinni ver-
ið jafn hörð á Islandi að minnsta kosti í síðari tíma sögu þjóðarinnar.
5.
Alkunnugt er, að oft hafa verið alvarlegar deilur innan Alþýðuflokksins, og
þrisvar hafa þær leitt til klofnings. Vafalaust hafa margir beðið þess með nokk-
urri eftirvæntingu að kynnast viðhorfi Stefáns Jóhanns til þeirra.
Fyrst urðu veruleg innbyrðis átök í flokknum eftir byltinguna í Rússlandi
1917. Voru margir jafnaðarmenn þeirrar skoðunar, að byltingin boðaði betri
tíma og höfðu samúð með bolsévíkum. Kveðst Stefán Jóhann hafa verið með-
al þeirra. Þó leið ekki á löngu, áður en hann tók „ákveðna og harða afstöðu
gegn kommúnismanum“. Verður ekki af honum skafið, að þeirri stefnu hafi
hann fylgt dyggilega jafnan síðan. En slíka afstöðu tóku ekki nærri allir flokks-
bræður hans, og harðar deilur eru innan Alþýðuflokksins á árunum 1922-1930,
eða þar til Alþýðuflokkurinn klofnar og Kommúnistaflokkur íslands stofnaður.
Alvarlegri verða átökin eftir kosningarnar 1937, en í þeim tapaði Alþýðu-
flokkurinn nokkru fylgi og meðal þeirra, sem náðu ekki kjöri, var Stefán Jó-
hann. Hann gefur Héðni aðallega sök á átökunum, sem nú hófust og segir
m. a.: „Eftir ósigur Alþýðuflokksins í alþingiskosningunum 1937 var engu lík-
ara en Héðinn Valdimarsson hefði misst allt jafnvægi og vonbrigÖi hans og
geðríki borið góðar gáfur hans ofurliði. í þessu ástandi eygði hann ekki ann-