Skírnir - 01.01.1968, Page 23
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
21
ing nær hámarki í upphafi þriðja erindis, þar sem lýst er sjálfri
sólaruppkomunni. Stöðug stígandi er í þessum þremur erindum, og
nær hún hámarki í þeim samfögnuði, sem sólin býr gervallri nátt-
úrunni. En í fjórða erindi skiptir um tón, og dregin er upp mynd
af á, sem leitar afkvæmis síns. Kindin og lamhið standa utan við
þann almenna samfögnuð, sem ríkir í náttúrunni - einstök harm-
saga er sett við hlið almennrar friðsældar og hamingju.
En þetta kvæði fjallar um Jónas Hallgrímsson; um það gefur
heiti þess ótvíræða vísbendingu. Mörgum hefur reynzt erfitt að koma
heiti kvæðisins heim og saman við innihald þess. Til þess eru vafa-
laust margar leiðir, og það, sem fer hér á eftir, er einungis minn
persónulegi skilningur og gerir ekki kröfu til að vera algild sann-
indi.
I náttúrulýsingu kvæðisins er a. m. k. eitt atriði, sem beinlínis
bendir til Jónasar. Línurnar
Stjarnan við bergtindinn bliknar,
brosir og slokknar
eru endurhljómur af alþekktu erindi úr Ferðalokum:
Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský;
hló hún á himni
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.
Þessi tilvísun bæði staðsetur sviðslýsingu kvæðisins, minnir á Ferða-
lok Jónasar og gefur tilefni til samanburðar á orðalagi línanna
°g
brosir og slokknar
hló hún á himni.
Þetta skýrist, ef við skiljum kvæðið svo, að það fjalli um dauða
Jónasar, að gimbillinn hvíti sé táknmynd hans. Stjarnan verður þá
stjarna Jónasar, sem slokknar, þegar hann deyr. Tárin, sem hrynja