Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 139
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON
Nokkrar athugasemdir
við ritdóm Gylfa Asmundssonar
Ég hef ekki lagt það í vana minn, enda óljúft, að svara ritdómum,
sem birzt hafa um bækur mínar, en í þetta sinn tel ég rétt að gera
á því undantekningu og koma á framfæri nokkrum athugasemdum
við ritdóm Gylfa Ásmundssonar, sálfræðings, um bók mína: Sálar-
fræði. Drög að almennri og hagnýtri sálarfræði, en ritdómur þessi
kcm í síðasta hefti Skírnis 1967. Ber mest til þess að ég geri þessar
athugasemdir, að mér finnst ritdómur þessi í ýmsu órökstuddur og
flausturslegur, á misskilningi reistur og hótfyndinn úr hófi fram.
Það má varla teljast sanngjarnt eða rétt, nema þá um frámuna-
legt athugaleysi sé að ræða, að Gylfi hefur ritdóm sinn á því að
birfa ekki alit heiti bókarinnar, heidur aðeins aðalheitið: Sálar-
frœði, en sleppir undirtitlinum: Drög að almennri og hagnýtri sálar-
frœði. Margar hæpnar fullyrðingar hefði Gylfi getað sparað sér, ef
hann hefði haft allt heiti bókarinnar í huga og lesið vandlega for-
máia hennar. Tek ég þar m. a. skýrt fram, að sakir hins gífurlega
efnismagns muni það vart á nokkurs eins manns færi, sízt mínu,
að sýna sálarfræðina í hnotskurn í riti af þessari stærð. Tekur þetta
bæði til staðreynda og kenninga. Allar þess háttar bækur eru ein-
ungis úrval ákveðinna þátta sálarfræðinnar, sem nær aldrei eru
allir þeir sömu hjá neinum tveimur höfundum. Einn höfundur gerir
allrækilega skil einhverju sviði, sem annar minnist varla á. Hér
skiptast skoðanir, cg er mjög mismunandi, á hvaða svið sálarfræð-
innar höfundar leggja megináherzlu. Þetta hefði Gylfi átt að geta
sannfært sig um með því að kynna sér svo sem 5-10 bækur, sem
ætlaðar eru, ýmist eða hvort tveggja, byrjendum í sálarfræði og
menntuðum almenningi, en bók mín er ætluð báðum þessum les-
endahópum eins og getið er í formála hennar. Ég taldi mikilvægara