Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 25
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
23
sólrotS, svölum, suðrænublœ. í þriðja erindi eru nefhljóðin einkenn-
andi: síemrunnum, straumum, stráiwn, blómum, hjörcfum, söng-
þrastasveí'mum, íamfögnuð. í fjórða og fimmta erindi eru það t-
hljóðin, sem auka á hinn létta og fíngerða blæ: léttíætt, leiía, gjóía,
hviía, skúía, hljóðláí, gliírandi, íár.
III.
Ymsir þeirra, sem skrifað hafa um Snorra, hafa bent á, að hann
horfi á náttúruna augum málarans. Og hvarvetna í skáldskap hans
finnast vissulega merki þess, að hann yrkir um það, sem hann sér;
höfuðskilningarvit kvæðanna er sjónskynið. Myndum er brugðið
upp, litríkum, sterkum og nákvæmum, sem bera vitni skarpri athygl-
isgáfu og myndrænni íhygli málarans. Sem dæmi um þetta má taka
kvæðið A heiðinni, þar sem lýst er ljósaskiptum að haustlagi. Tvö
síðustu erindin eru ein samfelld líking. Haustlitirnir í lynginu minna
skáldið á eld, rökkrið sem smám saman hylur þá er elfur, sem
slekkur eldinn, þokan, sem stígur upp, er reykurinn:
Litir haustsins
í lynginu brenna;
húmblámans elfur
hrynj a, renna
í bálinu rauðu,
rýkur um hól og klett
svanvængjuð þoka
sviflétt.
Húmflæðin djúpum
dökkva hylja
glæður og eim;
við eyra þylj a
náttkul í lyngmó,
lindir, mín æðaslög
dul og heimaleg
draumlög.
Hér er brugðið upp mynd, sem er næstum expressj ónistísk í eðli
sínu. Það, sem fyrir auga ber, er leyst upp í frumþætti og smáatr-