Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 162
160
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
lætur af formennsku. Verulega skortir á, aff höfundur fjalli um þessa stað-
reynd eins og verðugt væri. Hafa ber þó í huga, að fylgi flokks eitt þarf engan
veginn að skera úr um áhrif hans á þjóðfélagið. Einnig ber að gefa því gaum,
að hnignunin er þegar byrjuð í formennskutíð Jóns Baldvinssonar, og ekki
verður sagt, að veruleg breyting hafi á orðið, eftir að Stefán lét af formennsku.
Hann gerir enga tilraun til þess að hvítþvo sig af mistökum og getur víða
í bókinni einstakra dæma af ýmsu tilefni. Allt slíkt kann að hafa haft einhver
áhrif á vöxt og viðgang Alþýðuflokksins, en mestu máli hygg ég þó að skipti,
hversu tengsl hans við verkalýðshreyfinguna voru lítil. Stefán telur sig hafa um
of vanmetið verkalýðshreyfinguna og forystumenn hennar og ekki átt þar slík-
an styrk sem skyldi, enda aldrei verið í verkalýðsfélagi, sbr. I, bls. 94—95, 97,
111-112 og 153-154.
Héðinn Valdimarsson fór öðru vísi að og átti mikil ítök í verkalýðshreyfing-
unni, — gegndi m. a. formennsku í Dagsbrún um árabil. í Skuldaskilum gagn-
rýnir hann Stefán og fleiri forystumenn Alþýðuflokksins fyrir að starfa ekki í
þágu verkalýðshreyfingarinnar, sbr. bls. 118-119. Vert er einnig að gefa því
gaum, hversu margir athafnamenn verkalýðshreyfingarinnar segja skilið við
Alþýðuflokkinn, er hann klofnar 1938.
Ég hygg, að þessi ófullnægjandi tengsl við verkalýðshreyfinguna séu aðalor-
sök þess, að Alþýðuflokknum tókst ekki að halda fylgi sínu í formennskutíð
Stefáns, og þar sé að leita mestu stjómmálamistaka hans.
Sennilega er það fyrir þessar sakir, að Alþýðuflokkurinn var löngum um það
sakaður manna á meðal að vera fremur flokkur forstjóra og bitlingaþega en
almennings í landinu án þess að hér verði nokkur dómur lagður á réttmæti
þeirrar gagnrýni. En hvað sem þessu líður hefur andstæðingum Stefáns bæði
utanflokks (einkum kommúnistum og sósíalistum) og innan á einhvem hátt
tekizt að gera hann tortryggilegan í augum ýmissa án þess að hann fengi rönd
við reist, og sú málefnalega velgengni, sem áður var lýst, hefur ekki megnað
að vega á móti.
Þannig hef ég fyrir satt, að sjónarmið a. m. k. sumra þeirra, sem vildu að
hann viki úr formannssæti 1945, sbr. II, bls. 82, hafi verið hin sömu og komu
fram í bréfi Páls Briems til Valtýs Guðmundssonar 10. september 1904, þar
sem hann telur útilokað, að flokkurinn geti sigrað undir forystu Valtýs „af því
að það er búið að rægja þig svo mikið“. (Kristján Albertsson, Hannes Haf-
stein II, bls. 44).
Saga Stefáns Jóhanns er vissulega heimild um það, hversu grátt gaman
stjómmál geta verið.
11.
Dómar Stefáns um andstæðinga sína innan flokks og utan em lausir við alla
beizkju eða gremju, og að ég hygg sanngjamir. Einna helzt virðist mér anda
köldu til Gylfa Þ. Gíslasonar og Hermanns Jónassonar án þess þó að vikið sé
frá hófsamlegri frásögn.