Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 47
SKÍRNIR
SÍÐASTA KVÆÐI JÓNASAR
45
III.
LeiðarljóS er áróðurskvæði, ef sá skilningur er sanni næstur sem
nú var varpað fram. Skáldið stefnir ekki Jóni Sigurðssyni til Þing-
valla honum til háðungar, heldur í baráttuskyni. Hann stillir sig
ekki um að hnjóða í Reykjavík, og þurfti Jón ekki að hrökkva við,
hann þekkti hug Fjölnismanna. Aftur á móti velur hann Jóni sjálf-
um hrósyrði, segir að hvítur hestur hæfi honum bezt á förinni vest-
ur, af því hann sé snotur (þ. e. vitur) framagestur.
En hverju hugðist Jónas fá áorkað með kvæðinu? Var ekki val
þingstaðarins klappað og klárt? Enginn veit hvort Jónas gerði sér
í raun og sannleika í hugarlund að Jón legði lykkju á leið sína og
skoðaði Þingvelli áður en alþingi hæfist, hitt er aftur fullvíst að
vorið 1845 höfðu Fjölnismenn ekki tapað allri von um að Þingvell-
ir yrðu að nýju alþingisstaður íslendinga, þó svo afráðið hefði
verið að þingið kæmi saman hið fyrsta sinn í Reykjavík. Jón Sig-
urðsson hvatti landsmenn til þess að leggja bænarskrár um ýmis
málefni fyrir þingið 1845, og í Fjölnisritgerð sinni 1844 um alþingi
brýndi Brynjólfur Pétursson fyrir þjóðinni „að senda almennar
bænarskrár til hins fyrsta alþingisfundar“ um vissa þætti alþingis-
málsins, þar sem þess væri m. a. farið á leit að þingstaðurinn yrði
færður að Oxará. Hann segir orðrétt: „Vér skorum því á landa vora
að beiðast þess, að alþingi verði átt á Þingvelli“ (leturbr. Br. P.). I
sömu ritgerð segir Brynjólfur, er hann hefur gagnrýnt „lögun þá, er
hið nýja þjóðarþing hefur nú öðlazt“: „En það sem öllu fremur hef-
ur hvatt oss til að rita nokkur orð um alþingismálið, er sú sannfæring
vor, að það sé öldungis nauðsynlegt, að hinir fyrstu (leturbr. Br. P.)
alþingismenn skerist í leikinn, og þjóðin aðstoði þá af öllu afli“.
í Vestlendingum eftir Lúðvík Kristjánsson má sjá, hversu skoð-
anir manna skiptust um val þingstaðar. Þar ^egir (11,2): „Vest-
lendingar voru yfirleitt þeirrar skoðunar, að hinn forni þingstaður
kæmi einn til greina fyrir hið endurreista Alþing“. Og ennfremur:
„Stuðningsmenn Jóns í ísafjarðarsýslu voru ekki hlynntari Reykja-
vík sem alþingisstað en aðrir Vestlendingar. Gísli ívarsson gerir t.
d. alþingisstaðinn að umræðuefni í bréfi til Jóns 18. sept. 1842.
Hann segir, að allir hinir skynsamari menn vestra séu andvígir því,
að Alþing sé haldið í Reykjavík . . “