Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 26
24
SVERRIR HÓLMARSSON
SKIRNIR
iðin hverfa fyrir þremur höfuðformum, rauðu lyngi, rökkri og þoku,
sem er síðan teflt saman í snilldarlegri líkingu. Líkingin er annað
og meira en skraut. Hún tengir saman þá framvindu, sem lýst er,
og gefur henni innra orsakasamhengi, leggur áherzlu á einingu nátt-
úrunnar.
í þessu sambandi hefur einnig verið bent á hina miklu litadýrð,
sem einkennir kvæði Snorra. Ég hef tekið saman smátöflu um notkun
litaorða í Kvœðum.
Ósamsett Samsett Alls
Rauður 18 4 22
Grár 10 7 17
Hvítur 10 4 14
Grænn 10 2 12
Blár 4 2 6
Svartur 3 2 5
Gullinn 4 1 5
Gulur 2 2
Brúnn 1 1
Samtals 62 22 84
Það, sem vekur einkum athygli, fyrir utan hinn mikla fjölda lita-
orða í ekki meira máli, eru litirnir, sem skera sig úr hvað tíðni
snertir. Rauður litur er eftirlætislitur Snorra, sterkur litur og mynd-
ríkur. En næsttíðastur er grái liturinn, daufastur allra lita, sem mynd-
ar eins konar mótvægi við rauða litinn. Þar næst kemur hvítur litur
og þá loks þeir litir, sem algengastir eru hjá flestum skáldum, grænn
og blár, enda tíðastir litir í náttúrunni. Hin mikla tíðni rauða litar-
ins kann að standa í sambandi við tíða notkun á eldi sem uppi-
stöðu í myndir og líkingar (alls 23 sinnum í bókinni).
Snorri notar liti bæði hlutlægt og huglægt. Oftast er liturinn not-
aður til þess að skerpa mynd og gæða hana lífi. En einnig má finna
dæmi þess, að liturinn hafi huglæga merkingu, lýsi ekki einungis
ytri eiginleikum, heldur einnig innsta eðli:
í grænni kyrrð við stríðra strauma nið