Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 128
126
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
um var skipt o. s. frv. Þorsteinn hefur náð mjög miklu valdi á með-
ferð flókinna myndhvarfa, - málfar og smekk hafði hann í heiman-
fylgju, svo að það er sannarlega ástæða til að bíða næstu bókar
frá hans hendi með mikilli eftirvæntingu.
A því herrans ári 1967 komu fáar aðrar umtalsverðar Ijóðabækur
út, - en strax upp úr áramótum 1968 gerðist það sem allt of sjald-
an skeður, að út kom ljóðabók eftir Jónas Svafár. Um þennan ein-
stæða absúrdista í íslenzkri ljóðagerð hafði lengi verið hljótt, svo
að mörgum var orðið mál að sjá, hvað hann hefði nú í pokahorni
sínu. Síðan Jónas Svafár gaf út sína fyrstu Ijóðabók, Það blœðir
úr morgunsárinu, eru nú liðin 16 ár. Þar var svo sannarlega lagt
út á braut, sem áður var ótroðin. Hann gaf svo út næstu hók,
Geislavirk tungl, árið 1957, þar sem að miklu leyti er um endur-
samningu á fyrri bókinni að ræða. Síðan hefur af og til komið í
tímaritum eitt og eitt kvæði, en það hefur verið svo strjált, að ó-
gerningur hefur verið að átta sig á, hvar skáldið væri statt
Sá absúrdismi, sem einkennir ljóð Jónasar, er fyrst og fremst í
því fólginn að gefa orðum og orðshlutum, eða j afnvel heilum orða-
samböndum, nýja merkingu, aðra en þá, sem í þeim felst við venju-
lega notkun. Þetta gerir lesendur oft ringlaða og getur verið giska
kátlegt. Fyrsta kvæðið í Það blœðir úr morgunsárinu er um bruss-
una Ellu, sem svissaði sér í spánnýja rússkinnsskó, - en er jafnframt
upptalning borga og landa:
Brussan- ella
Svissaði sér
í Spánnýja
Rússskinns
Skó- (da)
Og sló um sig
Bera- líni
með Varsjá
hellti hún Víni
í Glas- (gow)
og lét í það Par- t (af) ís-
landi