Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 158
156
SIGURÐUR LÍNDAL
SKIRNIR
Þar sem Stefán Jóhann vitnar til Ólafs Thors hlýtur hann að eiga við eftir-
farandi orð hans: „Og ég hef lýst yfir, að Sjálfstfl. mun beita sér fyrir því, að
lýðveldi verði stofnað á þessu ári. En vegna hinna nýju viðhorfa í þessu máli,
tel ég hæpið, að þær tilraunir beri árangur“. (Alþt. 1942, sumarþ. B, d. 300).
Með tilgreindum orðum Ólafs er átt við lýðveldisstofnun á árinu 1942 (1943
í bókinni er vafalaust prentvilla) og hin nýju viðhorf, sem um er rætt, lúta að
íhlutun Bandaríkjastjórnar með sendiför Harry Hopkins í júlí 1942. Er aug-
ljóst, að Ólafur hefur, þá er þau voru mælt, ekki verið eins ákveðinn í að
hraða sambandsslitum og ummæli Stefáns Jóhanns benda til.
Þær deilur, sem urðu um sambandsslitin, sýnast mér nú að ýmsu leyti koma
kynlega fyrir sjónir, ekki sízt þegar haft er í huga, að allir voru sammála um
endanlegt markmið. Að vísu mátti færa fram rök fyrir því, að allur dráttur á
sambandsslitum, t. d. frestun þeirra, þangað til styrjöldinni lyki, gæti verið
varhugaverður, enda hætta á, að Island kynni að verða leiksoppur stórvelda
við friðarsamninga eftir styrjöldina.
Eftir að viðurkenning var fengin frá Bretum og Bandaríkjamönnum á lýð-
veldisstofnun eftir árslok 1943, mátti þó segja, að ekki skipti máli, hvort lýð-
veldi yrði stofnað 1944 eða síðar, þá er styrjöldinni lyki. Ef Bretar og Banda-
ríkjamenn hefðu haft verulega hagsmuni af því að ganga á bak yfirlýsinga
sinna, hefðu þeir vafalítið gert það, hvort sem Islendingar hefðu lýst yfir lýð-
veldi þá þegar eða ekki. Yfirlýsing Islendinga hefði út af fyrir sig væntanlega
litlu getað breytt.
Stefán Jóhann lagði áherzlu á, að 18. gr. sambandslaganna yrði fylgt, og
lagðist eindregið gegn því, að skilnaði yrði hraðað framar en ákvæði nefndrar
greinar örugglega leyfðu. Virðist mér Stefán Jóhann vaxa af þessari afstöðu
sinni, enda má segja, að hann sýni þar meira pólitískt hugrekki en almennt
má venjast hér á landi að fylgja þannig sannfæringu sinni, sem auðveldlega
mátti gera tortryggilega. Hins sakna ég, að hann skuli ekki gera rækilega grein
fyrir því, hvaða hvatir hann telji, að hafi raunverulega búið að baki orðum og
atferli hraðskilnaðarmanna.
Ég fæ ekki betur séð, en sennilegasta skýringin á því ofurkappi, sem marg-
ir stjórnmálaforingjar lögðu á að hraða skilnaði, sé sú, að þeir hafi hver um
sig viljað eigna sér og flokki sínum heiðurinn af lýðveldisstofnuninni. Er slíkt
kapphlaup stjómmálamanna ekkert einsdæmi á Islandi. Raunar mátti segja,
að nokkuð hafi sú viðleitni borið keim af áróðursbragði, því að grundvöllur
lýðveldisins var þegar lagður 1918 með 18. gr. sambandslaganna.
Er þjóðstjórnin liðaðist sundur, 1942, tókst flokkunum ekki að koma sér
saman um stjórn, er nyti beins stuðnings þingsins, og greip Sveinn Bjömsson
ríkisstjóri þá til þess ráðs að mynda stjórn utanþingsmanna, en flestir þing-
menn vora stjórn þessari mjög andvígir að sögn Stefáns Jóhanns. Þrátt fyrir
þetta sat stjórnin að völdum frá 16. desember 1942 til 21. október 1944, og sú
spuming vaknar, hvað valdið hafi jafn langri setu í óþökk alls þorra þingheims.