Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1968, Page 158

Skírnir - 01.01.1968, Page 158
156 SIGURÐUR LÍNDAL SKIRNIR Þar sem Stefán Jóhann vitnar til Ólafs Thors hlýtur hann að eiga við eftir- farandi orð hans: „Og ég hef lýst yfir, að Sjálfstfl. mun beita sér fyrir því, að lýðveldi verði stofnað á þessu ári. En vegna hinna nýju viðhorfa í þessu máli, tel ég hæpið, að þær tilraunir beri árangur“. (Alþt. 1942, sumarþ. B, d. 300). Með tilgreindum orðum Ólafs er átt við lýðveldisstofnun á árinu 1942 (1943 í bókinni er vafalaust prentvilla) og hin nýju viðhorf, sem um er rætt, lúta að íhlutun Bandaríkjastjórnar með sendiför Harry Hopkins í júlí 1942. Er aug- ljóst, að Ólafur hefur, þá er þau voru mælt, ekki verið eins ákveðinn í að hraða sambandsslitum og ummæli Stefáns Jóhanns benda til. Þær deilur, sem urðu um sambandsslitin, sýnast mér nú að ýmsu leyti koma kynlega fyrir sjónir, ekki sízt þegar haft er í huga, að allir voru sammála um endanlegt markmið. Að vísu mátti færa fram rök fyrir því, að allur dráttur á sambandsslitum, t. d. frestun þeirra, þangað til styrjöldinni lyki, gæti verið varhugaverður, enda hætta á, að Island kynni að verða leiksoppur stórvelda við friðarsamninga eftir styrjöldina. Eftir að viðurkenning var fengin frá Bretum og Bandaríkjamönnum á lýð- veldisstofnun eftir árslok 1943, mátti þó segja, að ekki skipti máli, hvort lýð- veldi yrði stofnað 1944 eða síðar, þá er styrjöldinni lyki. Ef Bretar og Banda- ríkjamenn hefðu haft verulega hagsmuni af því að ganga á bak yfirlýsinga sinna, hefðu þeir vafalítið gert það, hvort sem Islendingar hefðu lýst yfir lýð- veldi þá þegar eða ekki. Yfirlýsing Islendinga hefði út af fyrir sig væntanlega litlu getað breytt. Stefán Jóhann lagði áherzlu á, að 18. gr. sambandslaganna yrði fylgt, og lagðist eindregið gegn því, að skilnaði yrði hraðað framar en ákvæði nefndrar greinar örugglega leyfðu. Virðist mér Stefán Jóhann vaxa af þessari afstöðu sinni, enda má segja, að hann sýni þar meira pólitískt hugrekki en almennt má venjast hér á landi að fylgja þannig sannfæringu sinni, sem auðveldlega mátti gera tortryggilega. Hins sakna ég, að hann skuli ekki gera rækilega grein fyrir því, hvaða hvatir hann telji, að hafi raunverulega búið að baki orðum og atferli hraðskilnaðarmanna. Ég fæ ekki betur séð, en sennilegasta skýringin á því ofurkappi, sem marg- ir stjórnmálaforingjar lögðu á að hraða skilnaði, sé sú, að þeir hafi hver um sig viljað eigna sér og flokki sínum heiðurinn af lýðveldisstofnuninni. Er slíkt kapphlaup stjómmálamanna ekkert einsdæmi á Islandi. Raunar mátti segja, að nokkuð hafi sú viðleitni borið keim af áróðursbragði, því að grundvöllur lýðveldisins var þegar lagður 1918 með 18. gr. sambandslaganna. Er þjóðstjórnin liðaðist sundur, 1942, tókst flokkunum ekki að koma sér saman um stjórn, er nyti beins stuðnings þingsins, og greip Sveinn Bjömsson ríkisstjóri þá til þess ráðs að mynda stjórn utanþingsmanna, en flestir þing- menn vora stjórn þessari mjög andvígir að sögn Stefáns Jóhanns. Þrátt fyrir þetta sat stjórnin að völdum frá 16. desember 1942 til 21. október 1944, og sú spuming vaknar, hvað valdið hafi jafn langri setu í óþökk alls þorra þingheims.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.