Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 188
186
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Kaflinn um flatneskjuna, hinn al- og séríslenzka lýðræðisskilning og and-
legu jafnaðarstefnu, er hnyttileg og tímabær krufning á þeirri dýrkun meSal-
mennskunnar á öllum sviSum sem hér hefur ríkt áratugum saman og er stöS-
ugt aS færast í vöxt (samanber hópinn sem nú situr á Alþingi). Þetta almenna
viðhorf til meðallagsins, sem búið er að lögfesta með einokun í ýmsum grein-
um, gerir það að verkum að engum einstaklingi eða stofnun leyfist að skara
framúr öðrum. Skari einhver framúr, jaðrar það við stórslys eða brot á nátt-
úrulögmálinu. Að vísu er sú bjarta hlið á íslenzku flatneskjunni að jafnræði
ríkir að mestu með þegnum þjóðfélagsins, og bendir Halldór á nokkur skemmti-
leg dæmi þess. Þetta sjálfsagða jafnræði hárra og lágra í þjóðfélaginu kemur
útlendingum gjarna spánskt fyrir sjónir, ekki sízt sovézkum gestum, því
óvíða mun ójafnræði vera meira en í forusturíki marxismans. En það er dökka
hliðin á jafnræðinu, krafan um að enginn standi uppúr eða skari framúr,
sem Halldór fjallar um fyrst og fremst með nokkrum sláandi dæmum, sem
allir landsmenn hljóta að kannast við. Er sá kafli allur hin þarfasta hugvekja
og sennilega bezti parturinn í Islendíngaspjalli, sem er að vísu ekki eitt af
snilldarverkum Halldórs Laxness, en samt skemmtilegur viðauki við þjóðmála-
skrif hans.
Sigurður A. Magnússon
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN:
MÁRUS Á VALSHAMRI OG MEISTARI JÓN
Skuggsjá, Hafnarfirði 1967
Fáir eða engir íslenzkra rithöfunda hafa tekið slíku ástfóstri við meistara
Jón Vídalín og postillu hans sem Guðmundur Gíslason Hagalín. Hann minnist
víða á hann í ritum sínum, og nú síðast áréttir hann enn rækt sína til meist-
arans með því að prjóna skáldsögu utan um sambúð hans við íslenzkt alþýöu-
fólk.
Þessi aðdáun Guðmundar Hagalíns á meistaranum á sér ýmsar rætur. Sú
dýpsta á upptök í vestfirzkum uppruna hans, því að á Vestfjöröum virðast
áhrif Vídalíns hafa enzt lengur en annars staðar. Þar sums staðar voru húslestr-
ar lesnir úr Vídalínspostillu langt fram á þessa öld. Um það farast Hagalín svo
orð í formála fyrir síðustu útgáfu af Kristrúnu f Hamravík, Rvík 1966: „Eg
var snemma hrifinn af orðfæri Jóns Vídalíns. Þegar lesnar voru hugvekjur
Péturs biskups Péturssonar eða húslestrarbók Helga Hálfdánarsonar, var ég
með hugann við allt annað og augun uppi um súð baðstofunnar, þar sem kvist-
irnir voru eylönd og háðar voru sjóorrustur á innhöfum og eyjasundum, en væri
Vídalín lesinn, varð ég allur að eyrum og lærði margar kjarngóðar setningar11.
Miklu fleirum hefur verið líkt farið og stráknum á Lokinhömrum. Vídalíns-