Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 192
190
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Ekki er vafi á því, að Márus á Valshamri er í tölu heilsteyptari bóka Guð-
mundar Hagalíns. Fátt er hér of eða van. Þó hygg ég, að einhverjum finnist
sumar persónanna helzt til málugar, og hið mikla hól sumra þeirra um hús-
bóndann nálgast stundum fremur háð en lof. Einkennilegt virðist mér í bátn-
um í ofviðrinu, hversu mikið mennirnir tala, og þeir heyra furðu vel. Væri
ekki líklegra, að ólætin hafi verið slík, að engin orðaskil hafi getað heyrzt
nema hrópað væri? Þó má vera, að mér skjátlist í því. Sagan er að mestu rit-
uð í samtölum og beinni frásögn, en hugsanir persónanna lítt raktar. Virðist
það allt af prýði gert.
Márus á Valshamri ber því í hvívetna merki hins æfða sagnamanns — hún
er t. a. m. sem heild öllu betur gerð en sjálf Kristrún í Hamravík. Að öðru
leyti vil ég þó ekki skipa henni framar eða jafnfætis Kristrúnu, og ber ýmis-
legt til þess. Kristrún er þannig persóna, svo vitur, mannleg og viðfelldin á
allan hátt, að sá sem kynnist henni, þótt ekki sé nema í skáldsögu, tekur ást-
fóstri við hana og gleymir henni aldrei upp frá því. Engin persóna í Márusi á
Valshamri kemst í nánd við þetta. Þegar við sjáum hið merkilega gamalmenni,
Kristrúnu, sitja róandi á rúmi sínu í henni Hamravíkurbaðstofu, þá skynjum
við allt það farg lífsreynslu og miskunnarleysis útkjálkans, sem á herðum þess
hvílir. Þaðan er sprottin hver hreyfing Kristrúnar, hvert hennar orð. Af þessu
fær sagan sinn mikilúðlega svip, sem grefur um sig í hugskotinu og hverfur
ekki þaðan.
Márus á Valshamri nær ekki slíkum áhrifum. Söguna skortir jafnvel
skugga, til að hún fái sterkan svip. Guðný húsfreyja bætir þó allmikið um, að
þessu leyti, en sagan er samt öll meira eða minna björt. Missættið verður ekki
neitt lífsvandamál. Það vekur til íhugunar um trúarskoðanir, en baráttan verð-
ur hvorki svo hörð né tvísýn, að hún skilji eftir veruleg áhrif að öðru leyti. Og
borið saman við Kristrúnu í Hamravík skortir persónumar lífsreynslu. í raun-
inni leikur lífið við þetta fólk. Af því þarf engar áhyggjur að hafa, þó að les-
andanum þyki að öðru leyti vænt um það og hafi gaman af að kynnast því.
Enda mun höfundur ekki hafa ætlað Márusi á Valshamri neitt slíkt hlutverk
sem Kristrúnu í Hamravík. Þetta á hvorki að vera harmleikur né örlagasaga
alþýðunnar í landinu. Sagan á einungis að vera trúverðug mynd úr þjóðlífi
fyrri daga, mynd af alþýðlegri trú, lífsspeki og manngildi, sem reyndist þjóð-
mni mikilvægara en annað á örlagatímum og á erindi inn í nútímann. Og þá
mynd hefur höfundi tekizt vel að gera.
Eiríkur Hreinn Finnbogason