Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 115
SKÍRNIR NORRÆNUFRÆÐINGUR HLUSTAR OG SPYR
113
Svo vandað sem kvæðið er að málfari og hógvært í framsögn sinni,
liggur skilningur á því ekki alveg á lausu. Hvað þýðir t. d. að vera
lostinn nánd og fjarlægð sálar? Er sál hér notað í hinni kristilegu
merkingu, eða er átt við hugsana- og tilfinningalíf mannsins, þ. e.
viðfangsefni fræðigreinarinnar, sem á íslenzku hefur verið kölluð
sálfræði? Eða er átt við eitthvað almennara? Og hin eilífa gata? Er
það „hin óvissa dauðans leið, sem jafnt fús sem tregur fetar?“ Það
liggur heinast við að álíta sem svo, þ. e. ævi mannsins, vegur allra
þjóða. Og þeir bræður á veginum bera á eld hálfkveðin orð sín til
bendingar öðrum, — eru skáld, spámenn. Ef til vill fer þá „nánd og
fjarlægð sálar“ að skýrast. Við stöndum öðrum manneskjum nær,
erum samábyrgir um örlög þeirra og þykir jafnvel vænt um þær,
en stöndum þeim þó svo fjarri, - erum vanmegnugir til hjálpar.
Samfélagið, mannlífið er á sínum þj óðvegi:
Sumir þeir sem enn una hér virðast skuggar einir;
hæpið að þaðan muni sóknar að vænta;
hyggjum þó vel að hinum vinalausu -
Kvæðið virðist nokkurs konar lífsuppgjör, skáldið mun bera hálf-
kveðin orð sín á eld til að lýsa öðrum mönnum, þótt það efist um á-
vinning af því að fylgja þeirri gleði, sem það eygir. Og skáldið
heldur áfram að kveða um þetta ferðalag, einstöku viðburði þess,
endurminningar frá liðnum dögum, sem af tilvilj un rifj ast upp, þótt
allt hafi verið gert til að gleyma þeim:
Sumir dagar eru hús
sem við læsum vandlega
áðuren við kveðj um
og hverfum útá vettváng áranna
en ef við síðar förum þar hjá
af tilviljun
sjáum við allar dyr opnar -
börn dvelj a þar að leik
og það sem mest er um vert:
sólin skín ótrúlega glatt á húsið.
8