Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 88
86
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
þar allvíða greina orðalag eldra kvæðisins, t. d. kemur „Óðins
friður“ (5. vísa) fyrir í skýringum 1. erindis, orðalagið „fleirst
um gættir fyrnist hér / fjalla vætta - sýnist mér —“ (6. vísa) styðst
einnig við skýringar 1. erindis („fyrnist og kárnar um híbýli mín“),
og orðið „bjargálfur“ (9. vísa) er sótt í 11. erindi og skýringar
þess. Sagnorðið „amra“ (12. vísa) er sótt í 2. erindi, en á báðum
stöðum er merkingin „fljúga, kastast.“ I 6. erindi kvæðisins segir:
„Spretta kamar klettar,“ sem skýrt er „hraun og hrjóstur“ í skýr-
ingunum, og þangað virðist Hjálmar sækja hugmyndina að síðasta
vísuorði 12. vísu. Orðalagið „súrnar augum sjáldur í“ (27. vísa)
er sótt í skýringar 11. erindis, og þar sem Hjálmar ræðir um „eld-
inn heita’ og kvalirnar“ (29. vísa) styðst hann við sama orðalag
í skýringum 10. erindis. Þar sem talað er um Karon ferjumann sem
„rishærðan um reikjar [svo] fjall“ (33. vísa) virðist það vera sótt
til þess, er hann er nefndur „skeggberi“ í 7. erindi og skýringum
þess.
Sérstaka athygli má og vekja á stíleinkenni, sem nokkuð gætir
í rímunni, en það er notkun lýsingarorða, sem tákna litarhátt. Slík
lýsingarorð, sem þar koma fyrir, eru blár (9 dæmi), grár (2 dæmi)
og dökkur (1 dæmi) (Ijós í 42. vísu merkir augljós, auðskilinn).
Svo mikil notkun þessara orða, eða að meðaltali meira en eitt í
fjórðu hverri vísu, verður að teljast falla vel að efni rímunnar og
leggja sitt fram til að gefa henni þungbúið og jafnvel hrollvekj andi
svipmót.
í málfari rímunnar hnjóta nútímalesendur væntanlega um sitt-
hvað, svo sem „mýkja barinn Urnirs óð“ (1. vísa), „hellir slétta
Hallmundar“ (2. vísa), „fætur þreytu þjakaðar" (29. vísa) og
„Vignirs ljóð“ (41. vísa), en þessi afglöp hafa þó væntanlega ekki
verið litin jafnalvarlegum augum í umhverfi Hjálmars og nú er
gert. Að öðru leyti má telja málfar rímunnar allvandað og auðugt,
enda spillir það ekki fyrir, hvérsu Hjálmar leitar fanga í því efni
til eldra kvæðisins. I henni er skáldamáli og beitt af hófsemi, og
líkingar eru þannig valdar, að vel fellur að efninu. Þá eru ýmsar
myndir hennar mjög lýsandi, og er einkum að nefna 35.-37. vísu,
þar sem segir frá för Hallmundar til kvalastaðar fordæmdra, og
einnig 17,—18. vísu, þar sem fram kemur hugþekk náttúru- og at-
vinnuháttalýsing, þótt í smáu broti sé.