Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 79
SKIRNIR
HALLMUNDARKVIÐA BÓLU-HJÁLMARS
77
þínor í þunþar glímo,
þramma ec á fyrir scaummu,
enn magna þis þegnar,
þeir hvervetna fleiri,
þeir hvervetna f [leiri.]
4da vísa
Hér talar hann um ragnaröckr edur dómsdags undr. Búngur, fjöll, hólar,
hædir. Störir, gras jardar, og meinast hér med allt jardar fax, grös og skógar,
er hrærast muni, skélfr Iggdrasils askur (s. Völusp.). Hjalþr er orustuheiti,
bíngr samanborin hrúga, hjalþurs bíngur, mikid stríd og orustr. Frár, fregnar
margr. Þinur í þunþarglímo, gnýr í orustunni, og meinast hér orusta Óþins
vid Fenrisúlfin, er Ódin verdr ad bana. Þrama ec á fyri scaumo, þraum er
brún klettanna, þar gángi draugar tæpa stigu, og meinar hann helveg, er hann
sie fyrir skömmu farin ad troda, er þetta skédr. En magna þis þegnar, þeir
hvevetna fleiri, fleiri vekja þá brak, einkum Þór vid Midgardsormin, er hvör
fellir annan, Freyr vid Surt, og fellr Freyr, Tyr vid hundin Garm og svo fr.v.
Þá er meiníng vísunnar:
Björg klofna, fjöll hrinja, sterkar borgir sigrast, grös, eikur og godin sjálf
skjálfa, stríd og stórorustur frjettast úr öllum áttum, og eingin hlutr er óttalaus
á himni og jördu, enn nær þetta skédr, seigist Hallm. vera nífarin ad troda
helveg.
Þýtur í þúngu grjóti,
þrír eskvimar symra,
unþor láta þá itarr
enn er jöclar brenna,
þó mon stórum mon meiri
morþlundur á Snægrunþo,
unþor þar ór man stanþa
annat fyrrom canna,
annat fyrrom [canna].
5ta vísa
Þrír eskvinar symra, þad er þrír fimbulvetrar, er saman skulu fara undan
ragnaröckri og eckert sumar í milli, eskvinar symra, stallbrædr sumranna ad
gjöra árid. Mord er hulníng, tekst optast fyrir mannslag í leini, mordlundur
er strídsmadur. Snjógrund er Island.
Meining vísunnar:
Fyrir heimsendirin munu björg hrinja, jöklar brenna, fimbulvetrar koma og
mest mein ad verda á Islandi, sem þeir muni reina, er þá biggi landid.
Spretta camar klettar,
knýr víþis ból hríþir,
aur tecur upp at færast
unþarlegur or grunþo,