Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 112
110
BOÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
og guðum vísinda. Það er kannski von, að ýmsum sortni fyrir aug-
um, en voru það ekki einmitt „fáeinir flaututónar,“ sem voru tákn-
ið um, „að einhvern tíma liði þessi nótt?“ Það er eitthvað, sem
ekki hæfir í mark í þessu kvæði, hvort sem það er af því, að mark-
ið sé of lágt eða miðið of hátt. Og enn verr tekst til í kvæðunum
Staðfastir tindátar blekkinganna og Kvæði um Hamlet. í hinu
fyrrnefnda ræðst skáldið að hrokafullum menntamönnum, þar á
meðal er sálfræðingur nokkur, sem hlotið hefur sálfræðilega reykj-
arpípu að gjöf frá flokknum fyrir ötult starf við að falsa sögu skáld-
skaparins, og gamall sagnfræðingur, sem vanur er að drekka með
heildsölum og segist vera alþýðan. í þessum þokkalega félagsskap
situr svo skáldið, og þeir eru að drekka heimabrugg og horfa á
Stalín augum víns. Skáldið undrast og fyllist viðbjóði yfir tómleik-
anum í tali þeirra. En hver er þessi tómleikur? Það kemur hvergi
fram.
Þeir sögðu skopsögur af Krúsjoff
og köstuðu aur að Pasternak.
Ekki þarf þetta að vera endilega botnlaus tómleikur, því að Past-
ernak var nú einu sinni ekki hafinn yfir alla gagnrýni, og Krúsjoff
gat einmitt verið einkar skoplegur. Skáldið langar til að yrkja fyr-
ir almúgann, en sálfræðingurinn sýnir alþýðunni með sálfræðileg-
um rökum fram á, að skáldið sé ekki skáld, af því að það noti ekki
nógu mikið af punktum og kommum. Síðan rís upp sagnfræðingur-
inn gamli og segist vera alþýðan, og hann gerir sér lítið fyrir og
snýtir sér á ljóð skáldsins. Skáldið leitar örvæntingarfullt á vit
heildsalanna, sagnfræðingurinn, sem hefur setið með þeim að
sumbli, segir að þeir séu ljóðelskir menn. Skáldið uppsker heldur
beizka ávexti:
Nú hafa mangarar fleygt mér á dyr
og Ijóð mín eru hrákum hrakin sem áður
af því að ég nota ekki nógu marga punkta
og ekki nógu margar kommur.
Og ég yrki ekki, segja þeir, einsog almúginn vill.
því einnig þeir
elska almúgann heitt.