Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 93
LUDWIG WITTGENSTEIN
Fyrirlestur um siðfræði
þýddur á íslenzku og aukinn fáeinum inngangsorðum af Þorsteini Gyljasyni
Ludwic Wittgenstein sem fæddist í Vínarborg árið 1889 og lézt í Oxford á
Englandi árið 1951 er af flestum talinn einn merkasti heimspekingur þessarar
aldar. Hann var nemandi Bertrands Russell í Cambridge fyrir heimsstyrjöldina
fyrri. Þar við háskólann, á ferðalögum um Noreg og til Islands og í austur-
rískri hermennsku á styrjaldarárunum samdi hann sína fyrstu bók: Tractatus
Logico-Philosophicus. Þá bók taldi Russell kennari hans til mestu afreka í
heimspeki síðari tíma.
Tractatus Logico-Philosophicus varð þegar mikið umbyltingarrit heimspeki-
hreyfingar sem Bertrand Russell hafði átt mestan þátt í að hrinda af stað um
aldamótin. Kjarni þeirrar hreyfingar var annars vegar mikil áherzla á vísinda-
lega rökfræði, nákvæmar skilgreiningar hugtaka, og mikil virðing fyrir niður-
stöðum jafnt efnisvísinda sem félagsvísinda, hins vegar andúð á hvers kyns
frumspekilegum vangaveltum. Mesta stund lögðu Russell og nemendur hans
á rökfræðilega greiningu hugtaka. Því nefndi Russell kenningu hreyfingar-
innar „rökgreiningarheimspekina": „The Philosophy of Logical Analysis“. En
á alla þá kenningu varpaði bók Wittgensteins nýju og skíru ljósi. Og hún
olli því að í heimalandi höfundarins myndaðist öflugur skóli heimspekinga og
vísindamanna, Vínarskólinn svonefndi, sem byggði meira og minna á kenn-
ingum hennar.
Sjálf var bókin einkurn vísindarit um hina nýju rökfræði Russells og Þjóð-
verjans Gottlobs Frege — hina stærðfræðilegu rökfræði sem ef til vill mætti
nefna „rökvísi" á íslenzku til aðgreiningar frá hinni sígildu rökfræði sem á
rætur að rekja til Aristótelesar, Stóumanna og skólaspekinga miðalda. En höf-
undurinn dró einnig almennar ályktanir af niðurstöðum rökfræðilegra rann-
sókna sinna. Og sú ályktunin sem mesta athygli vakti, jafnvel skelfingu
margra, var að öll siðfræði, öll frumspeki og öll trúarbrögð væru óhjákvæmi-
lega merkingarleysa, vitleysa. Eða öllu heldur að allar staðhæfingar um við-
fangsefni þessara greina andlegs lífs: staðhæfingar siðfræðinga um gott og
illt, rétt og rangt, staðhæfingar frumspekinga um innsta eðli veruleikans og
staðhæfingar trúmanna um guðdóminn væru allar sem ein ófrávíkjanlega og í
bókstaflegum skilningi merkingarlausar og þar með óskiljanlegar. I samræmi
við þessa niðurstöðu lauk bókinni á spakmæli sem hlaut mikla frægð: „Wovon