Skírnir - 01.01.1968, Blaðsíða 40
38
SVERRIR HÓLMARSSON
SKÍRNIR
Jörðin er nakin þegar töfrahula morgunljómans er dregin af henni.
En rauður bjarmi hvílir einnig yfir þessum hluta kvæðisins, nú eru
það morðeldar, nú er það bjarminn af brennandi mannabústöðum,
sem bregður birtu á nakta jörðina. Og hér er rauði liturinn settur
í samband við blóð, með því að líkja eldinum við blóðugar iljar
feigðarmörunnar. Yfir kvæðislokunum ríkir einnig rauður bjarmi,
nú er það kvöldroðinn, sem tengir á vissan hátt veruleika og skáld-
skap.
Auðvitað er það heimsstyrjöldin, sem er bakgrunnur veruleikans
í kvæðinu. En þó er ástæðulaust að binda sig of fast við hana; hér
er um að ræða fyrirbæri, sem alltaf hafa verið til, heimurinn hefur
ævinlega átt nóg af
sekt og hatri, helnauð dýrs og manns.
í hinu mikla lokakvæði bókarinnar, Það kallar þrá, er um hlið-
stæða afneitun fyrri viðhorfa að ræða. Það hefst á hinu gamalkunna
stefi: þráin kallar úr grasi gróins stígs, kallar skáldið heim til upp-
runans í heimi saklausrar bernsku. Skáldið hlýðir kallinu og
gengur lengi, lengi
því leiðin burt og heim með naktar rætur
er grýtt og löng og færðin þung um fokin spor
En að lokum birtist honum tákn bernsku og heimkynna, f j allið, sem
áður veitti honum vörn og skjól og þaðan sem hann heyrði ómsælt
heiðið huliðsmál.
Flughamrabratt og rökkurdimmurautt
rís það úr breiðum öldum
laufgrænna hæða, löðri hvítra blóma
og lágum móagárum.
Og skáldið sökkvir bæn í hljómahyl þess, biður um að vera tekinn
í sátt, biður þess að mega verða ungur í annað sinn, öðlast sak-
leysi æskunnar og njóta verndar fjallsins. En fjallið hefur breytt
um eðli. Hann heyrir þaðan ekki lengur ómsælt huliðsmál, heldur